Margrét Guðmundsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. desember 2017 kl. 16:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. desember 2017 kl. 16:09 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Dölum fæddist 1833 í Breiðabólstaðarsókn, Rang. og lést 2. janúar 1907 í Sjólyst.
Foreldrar hennar voru Guðríður Þorsteinsdóttir, síðar bústýra og að lokum húsfreyja í Dölum, f. 1797, d. (29. september 1855) og Guðmundur Guðmundsson bóndi á Torfastöðum í Fljótshlíð, f. 7. janúar 1801, drukknaði 3. júní 1833.

Margrét var með bústýrunni móður sinni í Kollabæ í Fljótshlíð 1835, hjá Guðmundi Eyjólfssyni og Guðrúnu Jónsdóttur í Norðurgarði 1842, með móður sinni í Dölum 1843 og enn 1847.
Hún var vinnukona hjá Einari Sigurðssyni og Vigdísi Guðmundsdóttur á Vilborgarstöðum 1848 og enn 1851, hjá Árna syni þeirra og Guðfinnu 1852 og 1853.
1854 voru þau Bjarni nýgift hjón í Dölum í búi með Ólafi Jónssyni og bústýrunni móður hennar.
1855 voru þau búandi í Dölum með Guðríði á fyrsta ári, Bjarni skráður sjávarbóndi.
Þau eignuðust Guðmund 1857, en misstu hann nýfæddan „af hér almennri barnaveiki“, líklega úr ginklofa.
1858 eignuðust þau Guðrúnu, sem þau misstu 10 ára gamla úr „krampa“, líklega stífkrampi, (ginklofi hjá nýfæddum).
1860 voru þau bændahjón í Dölum með börnin Guðríði og Guðrúnu. Þeim fæddist Einar 1861.
1864 fæddist Guðfinna, en hún dó 3 mánaða gömul úr kvefsótt.
Friðrik fæddist 1865 og lifði bernskuna.
1969 urðu þau að bregða búi og gerðust vinnuhjú á Vilborgarstöðum. Þeim fæddist Guðrún á því ári. Hún og Friðrik voru með þeim, en Guðríður var „léttakind“ í Dölum og Einar niðursetningur í Nýjabæ.
1871 voru þau vinnufólk á Vilborgarstöðum með Friðrik, Guðrúnu og Einar hjá sér.
1873 fluttist Bjarni til lands með Friðrik, en Margrét var vinnukona á Vilborgarstöðum með Guðrúnu og Guðríði, en Einar var niðursetningur í Sjólyst.
1880 var Margrét skráð skilin vinnukona á Vilborgarstöðum, en 1890 ekkja þar.
Hún var vinnukona hjá Guðríði dóttur sinni í Sjólyst 1895.
Margrét lést 1907.

Maður Margrétar, (3. nóvember 1854, skildu), var Bjarni Bjarnason bóndi í Dölum, f. 12. maí 1828, d. fyrir mt 1890.
Börn Margrétar og Bjarna hér:
1. Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja í Sjólyst, f. 22. ágúst 1855, d. 15. febrúar 1931. Hún var móðir Tómasar í Höfn.
2. Guðmundur Bjarnason, f. 18. maí 1857, d. 26. maí 1857 „af hér almennri barnaveiki“.
3. Guðrún Bjarnadóttir, f. 16. júlí 1858, d. 15. september 1868 úr „krampa“, líklega stífkrampi (ginklofi hjá nýfæddum).
4. Einar Bjarnason í Dölum, f. 13. apríl 1861, d. 1911 í Blaine í Washington-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
5. Guðfinna Bjarnadóttir, f. 13. apríl 1864, d. 19. júlí 1864 úr kvefsótt..
6. Friðrik Bjarnason, f. 25. júlí 1865. Fluttist úr Eyjum 1873 og var 15 ára vinnumaður í Hrunakróki í Hrunamannahreppi með föður sínuum 1880.
7. Guðrún Bjarnadóttir, f. 22. febrúar 1869. Hún fór til Vesturheims 1888 frá Vilborgarstöðum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.