Guðmundur Þórðarson (Akri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. nóvember 2017 kl. 16:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. nóvember 2017 kl. 16:44 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Þórðarson vélstjóri, útgerðarmaður á Akri fæddist 10. maí 1878 í Steig í Mýrdal og drukknaði 16. desember 1924.
Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson vinnumaður, f. 15. mars 1850 á Brekkum í Mýrdal, d. 29. júlí 1882 í Steig, og kona hans Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja, síðar í dvöl á Setbergi við Vesturveg, f. 25. júlí 1851 á Oddum í Meðallandi, d. 11. ágúst 1944 í Eyjum.

Systkini Guðmundar í Eyjum voru:
1. Þórunn Þórðardóttir húsfreyja á Setbergi, (Vesturvegi 23), f. 9. desember 1880 á Hörgslandi á Síðu, d. 19. maí 1980.
2. Snorri Þórðarson útvegsbóndi í Steini, f. 7. mars 1882, drukknaði við Eiðið 16. desember 1924.

Guðmundur var með foreldrum sínum í Steig til 1880, sveitarbarn á Stóru-Heiði í Mýrdal 1884-1886, barn á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 1886-1887, tökubarn í Efri-Ey í Meðallandi og síðan vinnumaður þar 1887-1899, vinnumaður í Langholti þar 1899-1900, á Hörgslandi á Síðu 1900-1901, sagður þá farinn í Meðalland.
Hann fluttist til Eyja 1904, var vélstjóri á Akri 1910, „ýmis vinna við fiskveiðar“ á Akri 1920.
Guðmundur og Guðrún eignuðust Lárus 1907, bjuggu með Lárusi nýfæddum í Byggðarholti í lok ársins.
Þau giftu sig 1908 og voru komin á Akur í lok ársins.
Þau eignuðust tvö börn.
Guðmundur drukknaði við Eiðið 16. desember 1924, ásamt sjö öðrum, á leið út í es. Gullfoss. Guðrún lést 1928.

I. Kona Guðmundar, (10. janúar 1908), var Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1879 í Stóra-Dalssókn, d. 23. september 1928.
Börn þeirra voru:
1. Lárus Guðmundsson rafvirkjameistari, f. 13. nóvember 1907 í Byggðarholti, d. 18. febrúar 1985.
2. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. desember 1909, d. 31. október 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.