Oktavía Hróbjartsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. nóvember 2017 kl. 18:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. nóvember 2017 kl. 18:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Oktavía Hróbjartsdóttir húsfreyja á Brattlandi fæddist 31. maí 1890 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum og lést 20. desember 1977.
Foreldrar hennar voru Hróbjartur Pétursson bóndi á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, f. 2. október 1849, d. 11. janúar 1910, og kona hans Solveig Pálsdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1848, d. 12. október 1921.

Systkini Oktavíu í Eyjum voru:
1. Sigríður Hróbjartsdóttir húsfreyja í Bergholti, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
2. Sigurður Hróbjartsson sjómaður, útgerðarmaður á Litlalandi, f. 8. september 1883, d. 10. febrúar 1931.

Oktavía var með foreldrum sínum fyrstu ár ævinnar, var tökubarn á Rauðafelli 1901, hjú í Ytri-Skógum 1910.
Hún fluttist að Litlalandi 1912, var vinnukona þar hjá Sigurði bróður sínum 1912 og 1913.
Þau Kristján giftu sig síðla árs 1914 og leigðu á Akri hjá Guðrúnu móðursystur hans, eignuðust Sigurbjörtu þar 1915 og Þórunni Sólveigu 1922.
Hjónin fluttust í nýbyggt hús sitt, Brattland við Faxastíg, 1923 og bjuggu þar meðan þau voru í Eyjum, en voru komin til Reykjavíkur 1962 og bjuggu þar síðan.
Kristján lést 1966 , en Oktavía bjó síðast á Hrafnistu og lést 1977.

I. Maður Okavíu, (15. nóvember 1914), var Kristján Sigurðsson verkamaður, f. 24. júlí 1885 að Ljótarstöðum í Skaftártungu, d. 25. september 1966.
Börn þeirra:
1. Sigurbjört Kristjánsdóttir húsfreyja, fiskverkakona á Eyrarbakka, f. 20. nóvember 1915 á Akri, d. 23. október 2007.
2. Þórunn Solveig Kristjánsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 7. desember 1922 á Akri, d. 27. desember 2009.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.