Matthías Gíslason (Byggðarenda)
Matthías Gíslason, Byggðarenda, var fæddur að Vatnsholti í Flóa í Hraungerðishreppi þann 11. maí 1893. Matthías byrjaði 15 ára gamall sjómennsku en fór til Vestmannaeyja árið 1915. Formennsku byrjaði hann 1919 á Heklu. Síðar er Matthías formaður á fleiri bátum. Árið 1930 er hann formaður á Ása og á honum ferst hann með allri áhöfn þann 24. janúar 1930 suður af Bjarnarey í suðaustan ofsaveðri.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.