Guðrún Gísladóttir (Litlu-Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. janúar 2017 kl. 18:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. janúar 2017 kl. 18:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Gísladóttir (Litlu-Grund)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Gísladóttir á Litlu-Grund, húsfreyja fæddist 18. mars 1891 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum og lést 12. nóvember 1925 á Litlu-Löndum .
Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason bóndi, f. 1. mars 1957, d. 4. maí 1895, og kona hans Jóhanna Björnsdóttir húsfreyja, síðar í Kuðungi, f. 26. september 1865, d. 10. september 1943.

Jóhanna Björnsdóttir í Kuðungi var systir Guðrúnar Björnsdóttur móður Gíslínu Jónsdóttur húsfreyju í Langa-Hvammi og á Skansinum, konu Magnúsar Þórðarsonar. Þær Guðrún og Gíslína voru því systradætur.
Börn Gísla og Jóhönnu í Eyjum voru:
1. Guðrún Gísladóttir, f. 18. mars 1891 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, d. 12. nóvember 1925 á Litlu-Löndum.
2. Magnea Gísladóttir húsfreyja, f. 7. júní 1893 í Björnskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. febrúar 1975.
3. Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 1. október 1895 í Björnskoti, d. 27. maí 1972.
Hálfsystir þeirra, barn Jóhönnu og Sigurðar Jónssonar vinnumanns í Skarðshlíð var
4. Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir húsfreyja á Hrófbergi á Skólavegi 24, f. 2. október 1897 í Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum, d. 8. nóvember 1977.

Guðrún var 10 ára niðursetningur á Núpi u. Eyjafjöllum 1901, var vinnukona þar 1910.
Hún fluttist undan Fjöllunum að Mandal 1912, eignaðist Gísla Jóhann Hinrik Einarsson þar. Faðir hans var Einar Einarsson, þá vinnumaður á Núpi.
Hún sneri með son sinn að Núpi u. Eyjafjöllum 1913, kom aftur án hans frá Grund þar 1915.
Þau Einar Þórðarson eignuðust Sveinbjörn Þórarinn á Jaðri 1919, bjuggu á Litlu-Grund 1920 með Kristin Inga son Einars, Sveinbjörn Þórarin og Þuríði börn sín. Þuríður dó óskírð og dánardægurs er ekki getið í pr.þj.bók.
Þau eignuðust aðra Þuríði 1922 á Litlu-Grund og Ingunni Eyrúnu 1925, en hún mun hafa dáið ungbarn.
Einar lést 1925 og Guðrún síðar á því ári á Litlu-Löndum.

Barnsfaðir Guðrúnar var Einar Einarsson vinnumaður á Núpi u. Eyjafjöllum, síðar bóndi á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, f. 12. september 1889, d. 9. september 1955.
Barn þeirra var
1. Gísli Jóhann Hinrik Einarsson sjómaður frá Núpi u. Eyjafjöllum, f. 15. ágúst 1912 í Mandal, d. 20. maí 1943. Fósturforeldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi á Núpi og kona hans Guðrún Auðunsdóttir húsfreyja.

II. Sambýlismaður Guðrúnar var Einar Þórðarson verkamaður frá Götu í Holtum, f. 9. júní 1882, d. 12. febrúar 1925. Hann var þá ekkill eftir Ingunni Jónsdóttur og hafði eignast átta börn með henni.
Börn Guðrúnar og Einars voru:
1. Sveinbjörn Þórarinn Einarsson, f. 19. júlí 1919 á Jaðri. Hann fór í fóstur að Skála u. Eyjafjöll eftir lát foreldra sinna 1925. Fósturforeldrar hans voru Gísli Jónsson bóndi og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja. Hann var vinnumaður í Skála u. Eyjafjöllum, síðar bifreiðastjóri í Reykjavík, d. 8. desember 1995.
2. Þuríður Einarsdóttir, f. 15. september 1920 á Litlu-Grund, dó óskírð, en nefnd.
3. Þuríður Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. maí 1922 á Litlu-Grund, d. 14. mars 1992. Hún fór í fóstur að Núpi u. Eyjafjöllum eftir lát foreldra sinna 1925. Fósturforeldrar hennar voru Magnús Andrésson bóndi og Hafliðína Guðrún Hafliðadóttir húsfreyja.
4. Ingunn Eyrún Einarsdóttir, f. 28. júní 1925 á Litlu-Grund, finnst ekki síðan og mun hafa dáið ung.
Barn Einars og stjúpbarn Guðrúnar var
5. Kristinn Ingi Einarsson, f. 10. júní 1918 á Eiðinu, d. 13. nóvember 1945. Hann var alinn upp hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur á Reynivöllum í Suðursveit, A-Skaft.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.