Þorsteinn Jónsson (Nykhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. janúar 2017 kl. 21:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2017 kl. 21:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þorsteinn Jónsson (Grímsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Jónsson bóndi á Bólstað í A-Landeyjum, síðar verkamaður á Grímsstöðum fæddist 2. október 1872 í Berjanesi í V-Landeyjum og lést 5. nóvember 1954.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Berjanesi, f. 18. ágúst 1812, d. 14. mars 1897, og kona hans Ingigerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1827, d. 31. desember 1910.

Þorsteinn Jónsson og Guðbjög Jónsdóttir.

Þorsteinn var með vinnukonunni móður sinni í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 1880.
Þau Guðbjörg giftu sig 1894, bjuggu í Vallarhjáleigu í Hvolhreppi til 1899, voru þá eitt ár á Stokkseyri, en síðan í vinnumennsku í Rangárþingi, bjuggu í Selshjáleigu 1910-1913, í Voðmúlstaða-Suðurhjáleigu (Bólstað) 1913-1923.
Þau fluttust til Eyja 1923. Þorsteinn var verkamaður. Þau bjuggu fyrst í Nikhól, en síðan á Grímsstöðum.
Guðbjörg lést 1947 og Þorsteinn 1954.

Kona Þorsteins, (6. nóvember 1894), var Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja frá Nesi í Aðaldal í S-Þing., f. 2. júlí 1863, d. 17. október 1947.
Börn þeirra voru:
1. Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður í Lambhaga, f. 16. júní 1893, d. 14. september 1937.
2. Soffía Kristín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Odda, f. 31. júlí 1895, d. 21. maí 1978.
3. Guðjón Þorsteinsson útgerðarmaður, verkamaður, f. 20. ágúst 1896, d. 20. júní 1935.
4. Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja í Lambhaga, f. 14. ágúst 1899, d. 4. september 1982.
5. Haraldur Þorsteinsson verkamaður á Grímsstöðum, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1974.
6. Gissur Þorsteinsson kaupmaður, sölumaður, bóndi, f. 8. apríl 1903, d. 26. febrúar 1975.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.