Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Merki Sjómannadagsins og Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum
<Merki Sjómanna-dagsins og Stýri-mannaskólans í Vestmannaeyjum
DNNGANGUR
Ritstjóri Sjómannadagsblaðsins bað mig um að taka eitthvað saman um merki Stýri-mannaskólans og Sjómannadagsins í Vest-mannaeyjum.
Mér finnst þetta ágæt hugmynd og ætla að reyna að leggja mitt til. Síðar máþá fylla uppí skörðin þar eð efnið er þess virði að því séu gerð skil.
Merkjafræðin (heraldik), sem snýst þó einkum um sögu skjaldarmerkja, er mikil og merkileg og segir sögu um menn og atburði. Getur víða að líta skjaldarmerki á söfnum og í köstulum fornum erlendis. Þaumá rekja allt aftur til grískrar fornaldar. Hagnýtt gildi skaldarmerkja áður en einkennisbúningar komu til sögu var m.a. að geta greint í sundur stríðandi flokka. Á tímum krossferðanna um og eftir 1200 og á blómatíma riddara varð mikil gróska í skjaldarmerkjum og til þessa tíma má rekja upphaf þjóðfána oggrunnfána margra landa.
Fáir hafa sennilega lagt eins mikla rækt við þennan þátt menningar og hefðar hér á landi og Vestmanneyingar eins og t.d. má sjá á framhlið félagsheimilis sjómannafélaganna o.fl. í Vestmannaeyjum, Básum á Básaskers-bryggju. Þama sakna ég þó merkis Sjó-mannafélagsins Jötuns í hópi merkja svo tengdum sjómönnum, en þeir hafa sínar bækistöðvar í Alþýðuhúsinu sem kunnugt er.
Væri rétt að gera merkjum sjómannafé¬laganna í Vestmannaeyjum skil í næsta Sjó-mannadagsblaði og birta merkin í litum, þá fyrst njóta þau sín.
1. SJÓMANNADAGURINN — VÍKINGASKIP
Merki þetta hefur frá upphafi verið merki Sjómannadagsins um land allt. Merkið var á forsíðu fyrsta Sjómannadagsblaðsins, sem út kom 6. júní 1938, á fyrsta sjómannadeginum á íslandi, sem haldinn var að frumkvæði sjómannasamtakanna í Hafnarfirði og Reykjavík. Merkið hefur síðan verið í merki Sjómannadagsráðs þessara samtaka og Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjómanna (DAS), sem ráðið hefur komið upp með miklum myndarskap í Reykjavfk og Hafnar-firði og rekur þar. Líklega hefur þetta merki verið fyrsta barmmerki Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum og þar til Sjómannadags-ráð Vestmannaeyja tekur upp sitt eigið barmmerki. Hvenær það hefur verið eða hvaða merki hefur verið valið hefur reynst mér erfitt að grafa upp, en ef til vill verður þessi grein til þess að leiða það í ljós.
2. AUSTUREYJARNAR — ELLIREY OG BJARNAREY
Mér finnst mjög líklegt að fyrsta sérstaka merki Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum sé þetta hringlaga barmmerki af austureyj-unum Ellirey og Bjarnarey, sem birtast á forsíðu vandaðrar dagskrár Sjómannadags-ins í Vestmannaeyjum 2. júní 1946 (Sjá Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1980) og 1947, en bæklinga þessa má telja upphaf að Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja, sem var formlega hleypt af stokkunum á sjómanna-daginn 1951 undir heitinu Sjómaðurinn.
3. SJÓMAÐUR MEÐ HEEVIAKLETT í BAKSÝN
Merkið í blaðhaus Sjómannsins, sem síðan verður merki Sjómannadagsins í Vest-mannaeyjum í mörg ár er teiknað eftir minn-isvarða sjómanna og þeirra, sem látist hafa í slysförum á sjó, í lofti eða björgum og stendur sem kunnugt er á lóð Landakirkju. Merkið teiknaði Karl Jónsson (Kalli Fjalla), þekktur Vestmanneyingur. Þetta sama ár, 1951, er minnisvarðinn reistur og afhjúpaður 21. október 1951. Sjómaðurinn mun hafa verið barmmerki Sjómannadagsins í Vestmanna-eyjum 1951 og nokkur næstu ár. Merkið er á forsíðu dagskrár Sjómannadagsins a.m.k. 1964-1967 í 4 ár og svo af tur 1976-1982, eða í 7 ár og er þá jafnframt í haus blaðsins.
Dagskrár Sjómannadagsins í Vestmanna-eyjum hin síðari ár hafa margar verið vel upp settar og var snúin kaðalumgjörð rammi um dagskrána árin 1978 - 1980. Guðjón Ólafs-son hefur einnig teiknað þetta merki á hvert heiðursskjal Sjómannadagsráðs Vestmanna-eyja undanfarin ár.
4. ÞRÍDRANGAVLTI
Sjómannadaginn 1958 er Þrídrangavitinn í
Sjómaðurinn með Heimaklett í baksýn hefur áreiðanlega verið oftast í merkjum og á dagskrá Sjómannadagsins í Vestmannaeyj-um, annað hvort einn sér á hringlaga fleti, ferhyrndum eða þríhyrningslaga. Oftast hefur myndin verið litprentuð. Ég hef undir höndum 6 barmmerki með mismunandi lit-um, fagurrautt merki, dimmblátt, ljósblátt, sægrænt, sem eru öll á hvítum hringlaga bakgrunni, tvö merki eru prentuð á gulan flöt, annað blátt og er bakgrunnur sex-hyrndur, en hitt prentað í svörtu á fer-hyrndan flöt og stendur Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum undir myndinni. Ártal vantar á öll þessi merki og sýnir þetta að prentun ártals er nauðsynleg. Ef það er smekklega gert, er það fallegra og svo er í því ákveðin heimild og má í þessu sambandi minna á frímerki.
barmmerki Sjómannadagsins í Vestmanna-eyjum og framan á dagskrá Sjómannadags-ins. Þetta merki minnir mig að hafi verið í barmmerki dagsins í nokkur ár á eftir, en ekki hefi ég fulla vissu fyrir því. Mig grunar, að hinn þekkti bókaútgefandi og eigandi Þjóðsögu, Hafsteinn Guðmundsson sé höf-undur þessa fallega merkis. Hann var alla tíð mikil hjálparhella við útgáfu Sjómannadags-blaðsins og frá 1957 til 1974 var Sjómanna¬dagsblað Vestmannaeyja prentað í prent-smiðju Hafsteins og undir handarjaðri hans; fyrst í Hólum og síðar í Skarði á Seltjarnar-nesi, breytt og smekklegra útlit og prentun blaðsins er fyrst og fremst hans verk. Haf-steinn er fæddur og uppalinn í Vestmanna-eyjum og hefur alltaf hugsað hlýtt til Eyj-anna, þó að nú sé orðið langt liðið síðan hann fór að heiman.