Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1956/ Öfund vegna glóðarauga
Áður en Englendingar um 1890 fóru að stunda fiskiveiðar hér við land á gufuskipum, ráku þeir hér veiðar aðallega á seglskipum, sem vegna seglútbúnaðar voru nefnd „Kútterar“. Íslendingar keyptu síðan fjölda af þessum skipum af Englendingum, sem aftur seldu þau flest Englendingum. sem nokkrum þeirra ennþá haldið úti af þeim, en nú öll orðin vélknúin. Er saga þessara skipa merkur þáttur í þróunarsögu fiskiveiða á Norður-Atlantshafi.
Á meðan Englendingar gjörðu út þessi seglskip, héldu þeir sig oft hér við Eyjar framanaf sumrum, og bar þá við, að þeir kæmu hér í land og lögðu þá helzt leið sína, eins og sjómanna er siður, á veitingahúsið Trydendal til að fá sér hressingu.
Ekki man ég til þess, að nein ólæti eða ryskingar ættu sér stað í sambandi við þessa veitingasölu, sem rekin var af Jóhanni J. Johnsen, þrátt fyrir þótt vín væri þarna á boðstólum, utan í eitt skipti, sem vakti mikla athygli, sérstaklega vegna þess, að tveir nafnkenndir menn í okkar fámenna samfélagi hér á Eyju báru þess augljós merki, að þeir höfðu lent í meiriháttar bardaga, annar þeirra með hroðalegt glóðarauga og fleiri smááverka, en hinn með stóra skrámu á kinnbeininu.
Þeir, sem svona voru útleiknir, eins og hér hefur verið frá sagt, voru þeir Jón Jónsson hreppstjóri í Dölum og Guðmundur Þorbjarnarson, þá til heimilis í Trydendal, síðast stórbóndi á Stóra-Hofi á Rangárvöllum, þjóðkunnur maður. Var hann mikið verr útleikinn, enda haft meira í frammi. Minnist Guðmundur þessa atburðar í minningum sínum, sem út komu 1947, bls. 44, en þó á dálítið annan veg, hér verður frá skýrt.
Nú á dögum, þegar menn sjást oft með glóðaraugu og annan slíkan nútíma menningarvott, vekur slíkt litla athygli. Öðru máli gegndi 1891 þegar það gjörðist, sem hér er frá sagt, var þó áfengið nærtækt þar sem það var selt opinberlega á fjórum stöðum hér á Eyju í þremur verzlunum og veitingahúsum, þó voru glóðaraugu veg slagsmála óþekkt fyrirbætri fram að þessu.
Þegar það kom fyrir, að menn jöfnuðu sakir sínar á dýrslegan hátt, flugust þeir á og reyndu að hafa hvorn annan undir, án þess að til andlitsáverka kæmi.
En tildrögin að því, að áverkar voru á hér áðurnefndum mönnum voru þau, að Englendingar, sem við drykkju höfðu setið á veitingahúsinu, vildu ekki með góðu móti hverfa á hrott, þá loka átti, var þar stýrimaður af enskum „Kútter“, sem forustu hafði, var þetta mikill beljaki, sem brúkaði hnefna óspart, þá til átaka kom, en þessari bardagaaðferð voru allir hér óvanir.
Ekki hafðist að hlaða þessum herskáa berserk að fullt, fyrr en Jón Magnússon, síðar ráðherra, sem þá var nýorðinn sýslumaður hér, kom til skjalanna, vopnaður í fullum embættisskrúða, úrskurðaði hann að hinn vígreifi Englendingur skyldi settur í svartholið, en aðrir félagar hans, sem lítið hafði að kveðið, skyldu fara um borð í skip sitt.
Tafsamt reyndist að koma sökudólgnum í svartholið, en svo voru fangaklefarnir, en þeir eru tveir, nefndir á þessum árum. Liðu svo stundum ár, að þeir voru ekki notaðir, en Jón hreppstjóri Jónsson hafði samkvæmt stöðu sinni lyklavöldin að þeim, og því var hann þarna viðstaddur og hlaut í viðureigninni högg á kinnina, sem varð af svöðusár.
Auðvitað vildu þeir, sem hlut áttu að þessu máli, ekki una þessum áverkum bótalaust. Varð að lokum sú sæltargjörð, að hinn enski skipstjóri, sem enga sök átti á þessu, gekk inná það, þar sem ella vofði kyrrsetning yfir skipi hans, að greiða skaðabætur í salti og skyldu þeir sjálfir skila því í land, sem þeir og gjörðu á skipsbátnum utan af Vík, og hefur það víst verið nær einsdæmi, að Englendingar hafi greitt skaðabætur á þennan hátt til Íslendinga.
Í minningum sínum segir Guðmundur Þorbjarnarson, að hann hafi fengið 30 tunnur af salti í sárabætur. Er þetta næsta mikið og mun eftir þáverandi ferðlagi hafa jafngilt nær þremur kýrverðum, enda man ég naumast, að ég hafi heyrt jafn almenna öfund látna í Ijósi, eins og Guðmundi hlotnaðist fyrir saltið, sem hann fékk vegna glóðaraugans. Gekk þetta svo langt, að jafnað var við þær mestu sárabætur, sem fornar sagnir herma hér á landi, og sögð voru um hin frægu orð „dýr mundi Hafliði allur“, þegar hann dæmdi sér tvö hundruð hundraða fyrir einn fingur. Var þetta rökstutt með því, að Hafliði missti þó alveg fingurinn, en Guðmundur varð alheill innan fárra daga.
AS lokum skal þess getiS, að þá áskiliS magn af salti hafSi veriS sett í land, var hinum her-skáa Eriglendingi sleppt úr svartholiiui. Voru margir Eyjabúar mættir. því flestum lék hugur á aS sjá þclta afarmemii, sem komiS hafði ]ressu á stað. En þelta var þá bara stór og mynd-arlegur maðnr. ólemstraður að öllu leyti eftir ])ví sem séð varð og hinn kntrosknasti, sem veifaði í kveðjusk\rii ]rá hann lagði frá landi, líkasl sigurvegara. sem haun líka var í augum okkar strákanna.
Til skýringar á þ\ í. að margir öfunduðu Guðmund Þorbjarnarson af því salti, sem hon-nm féll í skant. skal þess getið. að salt var ein mesta nauSsynjavara. sem lil landsins fluttist og einmitt sú varan. sem kaupinenn notuSu til aS þröngva hvað mcst kosti sumra, því þeir sem iirðu fyrir þvi, að fá ekki salt í afla sinn, voru ckki öfurirlsvcrðir.
Fvrst þegar ég man lil. var saltinu stráð yfir fiskinn ])á saltaS var nieð herum höndunum. Þegar búið \ ar aS sáldra yfir efsla lagiS, stungn sumir sparsamir menn þuinalfingi'iiium ofan í. Ef saltiS fór upp fyrir naglrótina, þólti of mikiS salta'S. V'ar þá jafnaS meS hendinni. En hvort svona vinnuaSfer'Sir mundu hcnta nú á dögum, er annað mál.