Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Ofsaveður og rokkurinn búinn að geispa golunni
Rætt við Gunnar Marel skipasmið í Vestmannaeyjum
Við heimsóttum fyrir skömmu Gunnar Marel Jónsson skipasmið í Vestmannaeyjum. Gunnar hefur smíðað á annan tug nýna skipa um ævina, sem alls eru á 5. hundrað tonn. Þá hefur Gunnar bæði stundað sjómennsku og útgerð og er líklega elzti útgerðaraðut í Eyjum í dag. Gunnar kann frá mörgu að segja og við röbbuðum við hann um svaðilfarið hans á sjó og athafnir á landi. Fei viðtalið hér á eftii: Hvei et uppruni þinn, Gunnar?
Ég er fæddur 1891 á Framnesi við Eyrarbakka og var alinn upp á Byggðarhorni í Flóanum fram til 17 ára aldurs. Ég vann þar við öll almenn sveitastörf eins og gengui og getist, slátt, heyskap og skepnuhirðingu. Nú, 14 ára gamall fór ég til sjós á vetrarvertíð í Höfnum og reri á áraskipi næstu 3 vertíðir. Árið 1908, þá 18 ára gamall, fluttist ég til Vestmannaeyja og hér hef ég átt heima síðan.
Ég kvæntist Sigurlaugu Pálsdóttur frá Hvolsnesi árið 1914 og við höfum átt 12 börn, en 3 börn eignaðist ég áður en ég kvæntist.
Þú vaist til sjós framan af?
Já, ég var til sjós og var sjómaður á mótorbátum, ýmist vélstjóri eða formaður í 15 ár, en þá hætti ég að róa. Þá snéri ég mér að bátaviðgerðum, en reyndar hafði ég í og með stundað bátaviðgerðir áður í Eyjum á milli vertíða. Árið 1925 var ég einn af stofnendum Dráttarbrautar Vestmannaeyja og þar hef ég rekið skipaviðgerðir og skipasmíðar síðan.
Lentir þú ekki einhvern tíma í svaðilförum á árum litlu skipanna?
Ja, það er nú vart hægt að segja það, o, jú, reyndar tvisvar kemur mér í hug.
Það var líklega árið 1923 að við vorum að fara frá Siglufirði til Eyja með viðkomu í Reykjavík, en við voium þá að koma af síld á Þorgeiri VE. Við lestuðum frosna síld í Reykjavík, sem átti að fara til Eyja og frá Reykjavík héldum við, sem leið liggur í smá gutlánda. Úr af Reykjanesinu stoppaði vélin og við vorum að brasa við rokkinn í tvo tíma, en þá fór hann í gang. Ég var þá 2. vélstjóri á bátnum, en Eyvindur Þórarinsson var skipstjóri.
Eftit því sem við komum austar þyngdi veðrið og var komið helvítis hífandi rok áður en langt leið. Við komumst austur fyrir Þrídranga, sem eru liðlega klukkutíma stím frá Eyjum, en þá var kominn leki að bátnum svo mikill að dælurnar höfðu ekki við. Þá var tekið það ráð að létta bátinn og tókum við því hluta af síldinni úr lestinni og hentum fyrir borð. Að þessu loknu lokuðum við lestinni og snerum undan veðrinu. Með miklum látum gátum við haldið í horfinu, og þegar við komum út af Sandgerði mættum við björgunarskipinu Geir, sem hafði verið fengið til að leita okkar.
Geir tók okkur í slef og dró okkur til Reykjavíkur. Þar var gert við bátinn og um síðir komumst við til Eyja með frostsíldina óskemmda, en þá höfðum við verið 3 daga með bátinn til viðgerðar í Reykjavík. Upp úr þessu komst Þorgeir svo í eigu Gunnars Ólafssonar & Co., en Gunnar kallaði bátinn oft „Þorgeir draug" vegna þess að báturinn var svartur á lit.
Í fyrra skiptið, sem ég lenti í hrakningum vorum við að fara frá Eyjum til Stokkseyrar í september. Við vorum á bátnum Rán, en skipstjóri var Þorvaldur Guðjónsson, eða Valdi Guðjóns, eins og hann var alltaf kallaður.
Eftir að vera búnir að lesta bátinn á Stokkseyri, náttuðum við þar, en lögðum síðan af stað til Eyja í bítið næsta morgun í góðu veðri. Við voram með fullan bát af vörum og meðal annars jarðávexti í lest og hey, mó og töðu á dekki. Báturinn var því kyrfilega lestaður og auk þess höfðum við 11 farþega, 9 ungar stúlkur og 2 karlmenn.
Nú, við sigldum af stað í himinsins blíðu og gekk svo um sinn á kyrrum sæ. En innan tíðar fór hann að kræla á sér og þegar við vorum komnir ausnir fyrir Loftsstaði þyngdi vindinn og gangtruflunar fór að verða vart í rokknum. Skömmu seinna fór vélin að stoppa og gekk aðeins annað veifið. Þannig leið dagurinn, það var keyrt smá tíma og þá stanzaði vélin og það varð að hreinsa síur og sitthvað fleira áður en hægt var að gangsetja aftur.
Um nóttina vorum við komnir austur fyrir Þrídranga, einmitt á svipaðar slóðir og á Þorgeiri og þá var komið ofsaveður og vélin búin að geispa golunni fyrir fullt og allt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékkst rokkurinn ekki einusinni til að hiksta og þá var ekkert annað að gera en grípa til seglanna.
Við settum upp stórsegl, klýfi og fokku og ætluðum að ná í Vesturflóann, upp undir Hamarinn við Eyjar. Það var komin bullandi ágjöf og við skárum utan af nokkrum heyböggum og setrum ofan í lúkarinn. Niður í lúkarinn rákum við síðan kvenfólkið hvort sem það vildi eða ekki og síðan hreinsuðum við allt í hafið af dekkinu. Eftir að þessu lauk og við höfðum siglt í nokkra tíma, rifnuðu forseglin bæði og þá var ekki um annað að gera en að snúa við. Við tvírifuðum stórseglið og sigldum á því sem tók til lands þar til við töldum okkur fría af Þrídróngum. Þá snérum við bátnum út í til þess að reyna að komast nógu djúpt fyrir Reykjanes. Um nóttina klukkan 2 fór stórseglið líka í tætlur og þá settum við út drifakkeri og létum bátinn reka fyrir því. Ástandið var samt prýðilegt um borð og stúlkurnar stóðu sig eins og hetjur í volkinu.
Báturinn varði sig nokkurn veginn áföllum alla nóttina, en við birni næsta morgun lygndi austanáttinni og gekk í suðvestur. Hvessti þá allmikið af hafi, en þá var ekkert eftir til að sigla með nema afturseglið og horn af fokkunni, sem við tjösluðum saman.
Á þessu sigldum við á land án þess að hafa skyggni, en um 4 leytið um daginn sáum við Eldey á stjórnborða og eftir því miði sigldum við áfram þar til við höfðum gott lenz gegn um „hullið", eða Reykjanesröstina. Nú, við sluppum slysalaust í gegnum „hullið", og þá hittum við kútter Ihoe, sem var á leið til Eyja, en hafði beðið af sér veðrið undir Kistubergi. Við fengum hjá þeim olíu á brúsa og eitt brauð, því að við vorum algjörlega orðin kostlaus.
Þegar við höfðum tengt olíubrúsann, reyndum við að gangsetja vélina og í gang fór hún strax. Síðar kom í ljós að báturinn hafði verið olíulaus vegna leka á tönkunum. Við gátum siglt inn á Kalmanstjarnarvík í Höfnum og þar lágum við fyrir akkeri um nóttina. Með birtu næsta morgun sáum við skip koma fyrir Stafnestanga og það var sem okkur grunaði, því þar var kominn bátur að leita okkar og það var togarinn Rán. Við höfðum fengið mjög litla olíu og Rán dró okkur því til Reykjavíkur, þar sem við biðum færis til Eyja. Ekki langaði farþegana að hætta á annað eins ferðalag og urðu þeir því eftir í Reykjavík um sinn.
Eftir að sjómennskunni lauk, Gunnar, snerir þú þér algjörlega að skipasmíðum. Lærðir þú sérstaklega til skipasmíði?
Nei, það gerði ég ekki á skólabekk. Ég vann með vönum mönnum og lærði mest á því og reynslunni. Ég vann við bátaviðgerðir löngu áður en við byggðum slippinn, en hann byggðum við árið 1925. Slippvagninn og spilið fengum við frá Noregi, en þangað fór ég til þess að kaupa hvort tveggja.
Fyrsti báturinn, sem var tekinn upp í dráttarbraut hér í Eyjum hét Garðar, en eigendurnir voru frá Múla og því var báturinn daglega kallaður Múla-Garðar.
Þú hefur smíðað mörg skip.
Já, ég hef smíðað alls 14 skip frá kili, en auk þess hef ég unnið við ótal skip, sem hefur þurft að breyta í ýmsu og byggja upp að nýju og yfir öll þau skip hef ég alls ekki tölu.
Stærsta skipið, sem ég smíðaði var Helgi, sem var 119 tonn, smíðaður árið 1939 og var þá stærsta skip, sem hafði verið smíðað hérlendis. í mörg ár eftir það var ekki smíðað stærra skip hérlendis.
Helgi sigldi m. a. öll stríðsárin á milli Íslands og Englands og reyndist vel. Þegar Helgi hafði siglt 120 ferðir yfir hafið á stríðsárunum til Grimsby, hélt borgarstjórnin þar veizlu til heiðurs áhöfninni.
Alla þessa 14 báta, sem ég smíðaði, teiknaði ég líka og þarna er í allt um að ræða á 5. hundrað tonn í nýskipasmíði. Samhliða þessu hef ég svo verið útgerðatmaður í 48 ár og hversdagsatriðið hefur verið mér ánægja.
Árni Johnsen