Helgi Helgason tónskáld
Helgi Helgason, tónskáld, fluttist til Vestmannaeyja árið 1918, þá nýkominn frá Kanada, til þess að stjórna lúðrasveit. Hafði þá starf lúðrasveitar í Vestmannaeyjum legið niðri í frá árinu 1916, er Brynjólfur Sigfússon hætti að stjórna sveitinni. Starfaði sveitin undir stjórn Helga til ársins 1921, en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Helgi andaðist háaldraður í Reykjavík árið 1922.