Þorlákur Þorsteinsson (Torfastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. febrúar 2016 kl. 14:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. febrúar 2016 kl. 14:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þorlákur Þorsteinsson (Torfastöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Þorlákur Þorsteinsson bóndi á Torfastöðum fæddist 1768 í Eyjum og lést 9. september 1825.

Þorlákur var bóndi á Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð 1816. Hann lést 1825.

Kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1772 á Torfastöðum, d. 13. janúar 1852.

Börn þeirra hér:
1. Þorsteinn Þorláksson, f. 1804 á Torfastöðum.
2. Helga Þorláksdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 4. október 1805 á Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 10. mars 1897 á Vesturhúsum.
3. Ingibjörg Þorláksdóttir, f. 1807.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.