Sesselja Ingimundardóttir (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 15:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 15:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sesselja Ingimundardóttir''' frá Gjábakka, húsfreyja á Stóra Gjábakka fæddist 16. september 1874 og lést 1. apríl 1949.<br> Foreldrar ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sesselja Ingimundardóttir frá Gjábakka, húsfreyja á Stóra Gjábakka fæddist 16. september 1874 og lést 1. apríl 1949.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Jónsson útvegsbóndi, formaður og hreppstjóri á Gjábakka og kona hans Margrét Jónsdóttir.

Sjá ættboga hennar í Eyjum á síðu Fríðar Ingimundardóttur systur hennar.

Sesselja var með foreldrum sínum á Gjábakka og var leigjandi með Jóni manni sínum hjá þeim 1901.
Þau Jón giftu sig 1898 og bjuggu hjá foreldrum hennar í fyrstu, en reistu Stóra Gjábakka, (Bakkastíg 8) 1909 og bjuggu þar síðan.
Jón lést 1936 og Sesselja 1949.

Maður Sesselju, (11. nóvember 1898), var Jón Einarsson framkvæmdastjóri, útgerðarmaður, kaupmaður frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, f. 8. apríl 1867, d. 19. desember 1936.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.