Kristín Hannesdóttir (Godthaab)
Kristín Hannesdóttir Briem frá Grímsstöðum í Meðallandi, vinnukona, síðar húsfreyja í Eyjum í Breiðdal fæddist 25. september 1880 á Grímsstöðum og lést 23. febrúar 1943 á Ljósafossi.
Foreldrar hennar voru Hannes Hannesson bóndi víða í Meðallandi, f. 12. júlí 1834, d. 6. október 1898, og kona hans Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. febrúar 1840, d. 2. mars 1916 í Eyjum.
Börn Þuríðar og Hannesar í Eyjum voru:
1. Þuríður Hannesdóttir húsfreyja á Oddsstöðum og Vesturhúsum, f. 10. júní 1867, d. 4. apríl 1953.
2. Hannes Hannesson vinnumaður, síðar skósmiður á Siglufirði, f. 24. október 1868, d. 28. janúar 1906.
3. Dagbjört Hannesdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1880, d. 2. febrúar 1960.
4. Dómhildur Hannesdóttir, f. 14. september 1865, d. 16. desember 1959. Hún var vinnukona í Eyjum skamma stund um aldamótin 1900.
5. Guðrún Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Mjóafirði og Reykjavík, f. 3. október 1877, d. 18. september 1963.
6. Rannveig Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Vesturheimi, f. 7. janúar 1879.
7. Kristín Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Eyjum í Breiðdal, f. 25. september 1880, d. 23. febrúar 1943.
Kristin var með foreldrum sínum á Grímsstöðum í Meðallandi til 1884, í Klauf þar 1884-1885. Hún var tökubarn á Hnausum þar 1885-1886, var með föður sínum á Ketilsstöðum í Mýrdal 1886-1888, í Skammadal þar 1888-1889, í Króki í Meðallandi 1889-1890, í Gamlabæ þar 1890-1891, var tökubarn á Hnausum 1891-1894. Þá fór hún til Djúpavogs, en til Eyja fljótlega og var vinnukona í Godthaab 1901, en var komin að Ytranesi í Berunessókn síðla árs 1901.
Maður Kristínar var Ólafur Haraldsson Briem bóndi, f. 17. september 1872 á Rannveigarstöðum, d. 30. maí 1953.
Börn þeirra hér:
1. Haraldur Ólafsson Briem bréfberi í Reykjavík, f. 23. júlí 1905, d. 4. september 1997.
2. Þrúður Ólafsdóttir Briem kennari, f. 27. febrúar 1908, d. 20. janúar 1974.
3. Hannes Ólafsson Briem í Reykjavík, f. 29. október 1910, d. 9. maí 1967.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.