Hannes Hannesson (Frydendal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hannes Hannesson vinnumaður, síðar skósmiður á Siglufirði fæddist 24. október 1868 í Efri-Ey í Meðallandi og lést 28. janúar 1906.
Foreldrar hans voru Hannes Hannesson bóndi víða í Meðallandi, f. 12. júlí 1834, d. 1898, og kona hans Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. febrúar 1840, d. 2. mars 1916 í Eyjum.

Börn Þuríðar og Hannesar í Eyjum voru:
1. Þuríður Hannesdóttir húsfreyja á Oddsstöðum og Vesturhúsum, f. 10. júní 1867, d. 4. apríl 1953.
2. Hannes Hannesson vinnumaður, síðar skósmiður á Siglufirði, f. 24. október 1868, d. 28. janúar 1906.
3. Dagbjört Hannesdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1880, d. 2. febrúar 1960.
4. Dómhildur Hannesdóttir, f. 14. september 1865, d. 16. desember 1959. Hún var vinnukona í Eyjum skamma stund um aldamótin 1900.
5. Guðrún Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Mjóafirði og Reykjavík, f. 3. október 1877, d. 18. september 1963.
6. Rannveig Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Vesturheimi, f. 7. janúar 1879.
7. Kristín Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Eyjum í Breiðdal, f. 25. september 1880, d. 23. febrúar 1943.

Hannes var hjá foreldrum sínum í Efri-Ey til 1877, á Grímsstöðum þar 1877-1884, í Klauf 1884-1885.
Hann fluttist 18 ára gamall úr Leiðvallahreppi að Oddsstöðum 1885 og var þar vinnumaður 1885-1889, á Miðhúsum 1889-1890, í Frydendal 1891-1894, en fór þá til Seyðisfjarðar. Hann var í Hannesarhúsi á Siglufirði 1901 með konu sinni Björgu Lilju Bjarnadóttur 23 ára.
Hann lést 1906.

Kona Hannesar, (16. desember 1899), var Björg Lilja Bjarnadóttir húsfreyja, síðar verkakona á Siglufirði, f. 10. júní 1878, d. 26. október 1948.
Börn þeirra:
1. Garðar Steingrímur Friðbjörn Hannesson, verkamaður, sjómaður á Siglufirði, f. 29. desember 1901, d. 14. febrúar 1960.
2. Marsilína Friðbjörg Hannesdóttir verkakona á Siglufirði, f. 26. mars 1904, d. 7. febrúar 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.