Kristján Guðnason (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. janúar 2016 kl. 17:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. janúar 2016 kl. 17:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Guðnason smiður frá Gjábakka fæddist 5. maí 1868 á Vilborgarstöðum og lést 30. maí 1950 í Utah.
Foreldrar hans voru Guðni Guðmundsson smiður, f. 7. nóvember 1830, drukknaði 26. febrúar 1869, og sambýliskona hans Málfríður Eiríksdóttir húsfreyja frá Gjábakka, f. 22. ágúst 1842, d. 29. febrúar 1912 í Vesturheimi.

Hálfbróðir Kristjáns, sammæddur, var
Árni Rósinkranz Ólafsson, f. 30. apríl 1881. Hann fór til Vesturheims 1887. Faðir hans var Ólafur Magnússon, þá vinnumaður í Garðinum, formaður og hagyrðingur, f. 15. apríl 1845, d. 4. október 1927.

Guðni faðir Kristjáns drukknaði með verðandi tengdaföður sínum, tveim bræðrum og mági 1869.
Í lok árs var Kristján með móður sinni hjá Kristínu móðurmóður sinni á Gjábakka, og þar voru þau til ársins 1877. Þau voru í Kornhól 1878-1880, þar með móður sinni og Árna bróður sínum á 1. ári 1881, í Garðsfjósi 1882, með móður sinni í lausamennsku hennar hjá Elísabetu móðursystur sinni í Kornhól 1883-1886.
Kristján var 19 ára vinnumaður, er hann fór til Vesturheims 1886, en móðir hans fór þangað árið eftir með Árna Rósinkranz.
Kristján stundaði smíðar í Utah. Hann kvæntist Ágústu Sigurðardóttur, sem þá var ekkja Tómasar Ingjaldssonar. Þau fluttust til Taber í Alberta í Kanada. Kristján sneri til Spanish Fork, en Ágústa bjó áfram í Taber.
Hann lést 1950.

Kona Guðna var Ágústa Halldóra Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1854. Faðir hennar var Sigurður Markússon bóndi á Breiðastöðum í Gönguskörðum í Skagafirði, f. 1814 á Hafursstöðum í Skagafirði, var á lífi 1890 og kona hans Aðalbjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 1823 í Njarðvík í N-Múl., d. 1863 á Vindhæli á Skagaströnd.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.