Árni Rósinkranz Ólafsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árni Rósinkranz Ólafsson fæddist 30. apríl 1881 í Kornhól og lést 14. júní 1918 í Utah.
Foreldrar hans voru Málfríður Eiríksdóttir frá Gjábakka, f. 22. ágúst 1842 á Kirkjubæ, d. 29. febrúar 1912 í Utah, og barnsfaðir hennar Ólafur Magnússon vinnumaður, formaður og hagyrðingur, f. 15. apríl 1845, d. 4. október 1927.

Árni var með móður sinni í Kornhól og Garðsfjósi, fluttist með henni til Utah 1887.
Vestra var hann borgarfulltrúi í Spanish Fork um skeið. Hann varð fyrir eldingu á búgarði sínum og lést af þeim sökum.

Kona hans, (25. desember 1900), var skosk Jeanette Forrest, f. 21. október 1880, d. 11. febrúar 1956 í Phoenix, Arizona. Börn þeirra menntuðust og ,,komust vel til manns“.
Börn þeirra:
1. Agnes Liddle Green, f. 10. sept. 1902, d. 14. nóvember 1903.
2. Janet Malfrieta Green, f. 20. jan. 1905, d. 25. september 1999.
3. Elizabeth Anna Green, f. 25. jan. 1908, d. 16. apríl 1995.
4. William Outney Green, f. 17. okt. 1910, d. 18. janúar 1993.
5. Margaret Lurue Green, f. 2. jan. 1913, d. 7. október 2006.
6. Stúlka, f. 3. mars 1918, d. 3. mars 1918.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Magnús Haraldsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.