Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1991/Sjómannadagurinn 1990
Sjómannadagurinn 1990
Hátíðahöldin hófust á laugardeginum eins og venjan er með því að ungir Eyjapeyjar sýndu viðstöddum hinar ýmsu listir í sprangi. Að því loknu hófust hátíðahöld við Friðarhöfn.
Fyrst var sýnt hvernig hægt er að leika hinar ýmsu listir á sjóskíðum; að því loknu var tunnuhlaup, kappróður og koddaslagur. Veður var þokkalegt, þokuslæðingur og lét fólk það ekki aftra sér frá því að mæta því í fjölmennt var á bryggjunni. Um kvöldið var borðhald í þremur húsum, Samkomuhúsinu, Kiwanis og Alþýðuhúsinu. Þar var mikið etið, drukkið og dansað. Hljómsveitin Stertimenn sáu um fjörið í Kiwanis og Eymenn í Alþýðuhúsinu.
Hátíðahöld sunnudagsins hófust með því að Lúðrasveit Vestmanneyja lék létt lög við minnisvarðann á Stakkó. Síðan var hátíðin sett af Þorsteini Guðmundssyni. Að því búnu var gengið til kirkju þar sem séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson messaði. Eftir messu minntist Einar J. Gíslason drukknaðra og fór sú athöfn fram við minnisvarða drukknaðra og hrapaðra. Að þeirri athöfn lokinni var aftur haldið á Stakkó þar sem lúðrasveitin lék á ný. Ræðu dagsins hélt Jón Bondó Pálsson og vék hann að hagsmunamálum sjómanna. Einar J. Gíslason heiðraði sjómenn fyrir vel unnin störf í þágu stéttarinnar.
Frá Verðanda var Óskar Gíslason heiðraður, Jón Bergvinsson frá Jötni og Halldór Jónsson frá Vélstjórafélaginu. Áhöfn Lóðsins, Ágúst Bergsson, Gísli Einarsson og Sigurður Elíasson, var heiðruð fyrir björgun manna af Sjöstjörnunni. Verðandaúrið hlaut Pálmi Magnússon en það er gefið þeim sem hlýtur hæstu einkunn úr II. stigi Stýrimannaskólans í Vestmanneyjum.
Tryggvi Gunnarsson, f.h. Skipaskoðunar ríkisins, veitti Gullborgu VE viðurkenningu fyrir góða umhirðu og öryggismál um borð. Tóti trúður sá um að skemmta yngsta fólkinu og loks tók Árni Johnsen lagið. Verðlaunaafhending fyrir leiki dagsins sló svo botninn í athöfnina á Stakkó. Þessir hlutu verðlaun:
Sjómannafélagsbikarinn: Róðrarsveit Jötuns.
Stöðvabikar kvenna: Róðrarsveit Fiskiðjunnar.
Stöðvarbikar karla: Róðrarsveit Ísfélagsins.
Áhafnarbikarinn: Áhöfn Gjafars.
Fallegasta áralagið: Vinir Gogga.
Félagsbikarinn : Róðrarsveit HSSV.
Tímabikarinn: Róðrarsveit Jötuns.
-
Sigurvegari í tunnuhlaupi varð Árni H. Þorsteinsson. Um kvöldið var svo borðhald og dansleikur í Samkomuhúsinu og sá hljómsveitin Size um fjörið sem hélst fram eftir nóttu.
Sjómannadagsblað Vestmanneyja kom út að vanda undir ritstjórn Sigurgeirs Jónssonar. Þessir skipuðu sjómannadagsráð í fyrra.
[[Gylfi Harðarson, formaður.
Erlingur Einarsson, gjaldkeri.
Þórarinn Siggeirsson, ritari.
Stefán Einarsson.
Baldur Þór Bragason.
Óskar P. Friðriksson.
Grímur Magnússon.
Baldur Aðalsteinsson.
Helgi Þ. Gunnarsson.
Kristinn Andersen.
Kristinn Jónsson.
Jón Ólafur Ólafsson.