Magnús Magnússon (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 16:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2015 kl. 16:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Magnússon sjómaður í Hólshúsi og á Landamótum fæddist 1. júlí 1878 á Dyrhólum í Mýrdal og drukknaði 17. október 1907.
Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson bóndi í Hemru og í Eystri-Ásum í Skaftártungu, f. 1834 í Skarðssókn á Landi, d. 11. júní 1900, og barnsmóðir hans Sigríður Hjartardóttir vinnukona, f. 11. september 1841 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum.

Bróðir Magnúsar var Ólafur Magnússon vinnumaður í Norðurgarði, f. 10. desember 1880, d. 18. október 1903.

Magnús var með föður sínum á Haugnum (Dyrhólahjáleigu) í Mýrdal 1878-1893, vinnumaður í Görðum þar 1893-1895.
Hann fluttist til Eyja 1896 og stundaði sjómennsku. Bjó hann í Hólshúsi, en á Landamótum, þegar hann drukknaði. Hann féll útbyrðis á leið í Fjallasand.

Kona Magnúsar, (13. febrúar 1904), var Kristín Sigríður Jónsdóttir frá Nýjabæ, f. 24. september 1883, d. 27. maí 1957.
Barn þeirra var
1. Magnús Kristinn Magnússon verkamaður, f. 19. október 1906, d. 10. október 1985.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.