Kristín Jónsdóttir (Litlabæ)
Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Litlabæ fæddist 19. apríl 1885 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum og lést 17. september 1943.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson vinnumaður og lausamaður í Mýrdal, síðar járnsmiður á Bergi í Eyjum, f. 9. desember 1850 í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, d. 29. maí 1917, og barnsmóðir hans, Sigurlaug Þorleifsdóttir vinnukona, síðast í Hraunkoti í Landbroti, f. 14. janúar 1857, d. 2. september 1899.
Faðir Sigurlaugar var Þorleifur bóndi, síðast í Jórvík (Jórvíkurhryggjum) í Álftaveri, f. 18. október 1817 í Mörtungu á Síðu, d. 18. júní 1902 á Brekkum í Mýrdal, Eyjólfsson bónda, síðast í Mörtungu, f. 1774, d. 7. janúar 1819 í Mörtungu, Þórarinssonar bónda í Mörtungu, f. 1742, d. 8. júlí 1823 í Skál á Síðu, Ísleikssonar, og konu Þórarins, Þóru húsfreyju, f. 1736, d. 7. maí 1819, Eyjólfsdóttur.
Móðir Þorleifs í Jórvík og kona Eyjólfs í Mörtungu var Anna húsfreyja, f. 1776, d. 12. febrúar 1829 í Mörtungu, Oddsdóttir bónda, meðhjálpara og hreppstjóra lengst á Seglbúðum í Landbroti, f. 1741, d. 14. október 1797 í Eystra-Hrauni þar, Bjarnasonar, og konu Odds, Guðlaugar húsfreyju, f. 1750, d. 24. maí 1803 á Eystra-Hrauni, Björnsdóttur.
Móðir Sigurlaugar í Hraunkoti og kona Þorleifs í Jórvíkurhrygg var Kristín yngri, húsfreyja, f. 29. október 1826 á Flögu í Skaftártungu, d. 16. júní 1890 á Ketilsstöðum í Mýrdal, Vigfúsdóttir bónda á Svartanúpi og Flögu í Skaftártungu, f. 1797 á Borgarfelli, drukknaði í Hólmsá 3. nóvember 1863, Bótólfssonar bónda á Borgarfelli í Skaftártungu, f. 1752, d. 1803 á Borgarfelli, Jónssonar, og konu Bótólfs, Kristínar húsfreyju, f. 1765 á Ljótarstöðum í Skaftártungu, d. 7. mars 1817 í Gröf þar, Ísleifsdóttur.
Móðir Kristínar í Jórvíkurhrygg og fyrri kona Vigfúsar á Svartanúpi var Guðrún húsfreyja, f. 1792 í Hrífunesi í Skaftártungu, d. 10. febrúar 1849 á Flögu þar, Árnadóttir bónda í Hrífunesi í Skaftártungu, f. 1741 á Herjólfsstöðum í Álftaveri, d. 16. júní 1811 í Hrífunesi, Árnasonar, og konu Árna í Hrífunesi, Kristínar húsfreyju, f. 1758, d. 17. júní 1811, Sigurðardóttur.
Kristín í Litlabæ kom með föður sínum frá Skála u. Eyjafjöllum 1888 að Görðum í Mýrdal og var með honum þar næsta árið. Þá var hún með móður sinni á Ketilsstöðum í Mýrdal 1889-1890 og síðan líklega á Brekkum í Mýrdal, Ketilsstöðum þar og Mýrum í Álftaveri til 1894. Hún var í Holti á Síðu 1894-1897, tökubarn í Mörtungu 1897-1900. Þá var hún vinnukona í Holti 1900-1905, á Fossi í Mýrdal 1905-1909, en fór þá til Eyja.
Hún var vinnukona og fiskverkakona í Litlabæ 1910, síðar húsfreyja þar.
Maður Kristínar var Ólafur Ástgeirsson bátasmiður í Litlabæ, f. 3. ágúst 1892, d. 8. apríl 1966. Hún var fyrri kona hans.
Börn Kristínar og Ólafs:
1. Magný, fædd 19. nóvember 1911, gift á Akranesi, dáin 20. mars 1980.
2. Ástgeir Kristinn fæddur 27. febrúar 1914, dáinn 1. maí 1985. Kona hans var Friðmey Eyjólfsdóttur hjúkrunarfræðingur, f. 4. nóvember 1923.
3. Sigurjón, fæddur 25. janúar 1918, dáinn 14. ágúst 2005. Kona hans var Þórunn Gústafsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1914, d. 2. maí 1995.
4. Sigrún, fædd 23. júlí 1924, dáin 21. mars 1948.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
- Garður.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.