Guðrún Pálsdóttir yngri (Vilborgarstöðum)
Guðrún Pálsdóttir frá Vilborgarstöðum fæddist 25. júlí 1830.
Foreldrar hennar voru Páll Þorsteinsson vinnumaður frá Miðhúsum, f. 1800, d. 5. mars 1834, og barnsmóðir hans Jóhanna Jónsdóttir, síðar húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1791, d. 10. júní 1848.
Hálfsystkini Guðrúnar, sammædd, voru:
1. Þuríður Jónsdóttir, f. 21. maí 1815 á Vilborgarstöðum, d. 24. júlí 1850, kona Þorkels Einarssonar tómthúsmanns í Þorkelshjalli og bónda í Eystra-Þorlaugargerði, f. 1809, d. 6. febrúar 1853. Þau voru foreldrar Guðrúnar Þorkelsdóttur húsfeyju í Fagurlyst, f. 10. janúar 1844, d. 14. október 1919, móður Jóhanns Þ. Jósefssonar.
2. Sigríður Stefánsdóttir, f. 24. september 1825, d. 30. maí 1874. Hún var kona Guðmundar Ólafssonar bónda á Vilborgarstöðum.
3. Jóhann Stefánsson, f. 29. maí 1829.
Guðrún var með móður sinni á Vilborgarstöðum í æsku.
Hún fluttist frá Vilborgarstöðum til Kaupmannahafnar 1850.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.