Guðmundur Guðmundsson (Búastöðum)
Guðmundur Guðmundsson vinnumaður á Búastöðum fæddist 23. október 1830 og drukknaði 14. maí 1857.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi í Syðri-Rotum u. Eyjafjöllum, f. 1795, d. 26. nóvember 1855, og kona hans Ólöf Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1795, d. 24. júlí 1860.
Bróðir Guðmundar á Búastöðum var Eyjólfur Guðmundsson vinnumaður í Garðinum, f. 30. maí 1835, drukknaði 30. mars 1859.
Guðmundur var með foreldrum sínum til fullorðinsára.
Hann fluttist að Búastöðum frá Rotum 1854 og var vinnumaður þar til dd.
Guðmundur drukknaði í Höfninni 1857 ásamt Þorsteini Guðmundssyni í Fagurlyst.
Hann var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.