Stefán Stefánsson (Gerði)
Stefán Sigfús Stefánsson frá Gerði, fæddist 16. september 1930. Hann er sonur hins kunna aflamanns Stefáns Guðlaugssonar frá Gerði.
Stefán byrjaði ungur til sjós á sumrin, en stundaði nám á vetrum. Strax að loknu gagnfræðaprófi, innritaðist hann í Verslunarskólann en hætti þegar einn vetur var eftir, og fór í Stýrimannaskólann. Árið 1957 byrjaði Stefán formennsku á Halkion. Nýr Halkion kom til landsins árið 1960.
Stefán varð aflakóngur Vestmannaeyja árið 1962.
Heimildir
- Þórarinn Ingi Ólafsson. http://www.eyjar.is/ingiol/