Þórður Jónsson (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. júní 2015 kl. 13:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. júní 2015 kl. 13:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þórður Jónsson''' trésmiður frá Oddsstaðir|Oddsstöðum fæddist 9. febrúar 1809 og drukknaði 26. september 1835.<br> Faðir hans var [[Jón Þorleifsson (sýslumaður)|...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórður Jónsson trésmiður frá Oddsstaðir|Oddsstöðum fæddist 9. febrúar 1809 og drukknaði 26. september 1835.
Faðir hans var Jón sýslumaður í Eyjum 1801-1812, f. um 1769, d. 22. apríl 1815, Þorleifsson alþingisskrifara og bónda í Ási í Holtum og víðar, f. 1732. d. 8. júlí 1805 í Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum, Nikulássonar sýslumanns á Barkarstöðum í Fljótshlíð, f. 1700, drekkti sér í gjá (síðan nefnd Nikulásargjá) á Þingvöllum 25. júlí 1742, Magnússonar bónda á Hólum í Eyjafirði, f. 1657, Benediktssonar og konu Magnúsar, Ingibjargar húsfreyju, f. 1660, Þorkelsdóttur.
Móðir Þorleifs alþingisskrifara og kona Nikulásar sýslumanns var Rannveig húsfreyja, f. um 1708, d. 12. júlí 1785, Þorsteinsdóttir prests í Holti u. Eyjafjöllum, f. 1668, d. 1752, Oddssonar, og konu sr. Þorsteins, Kristínar húsfreyju, f. 1671, d. 1742, Grímsdóttur.
Móðir Jóns sýslumanns og fyrri kona Þorleifs alþingisskrifara var Guðrún húsfreyja, f. 1732, d. 1782, Jónsdóttir lögréttumanns á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi, veiktist á geði á efri árum, f. um 1690, var á lífi 1755, Magnússonar bónda í Bræðratungu, („júngkærinn‟ í Bræðratungu), veiktist á geði, f. 1651, d. 8. mars 1707, Sigurðssonar, og annarrar konu Magnúsar í Bræðratungu, Þórdísar („Snæfríður‟, „hið ljósa man‟) húsfreyju í Bræðratungu, f. 1671, d. 1741, Jónsdóttur biskups á Hólum, Vigfússonar.

Móðir Þórðar á Oddsstöðum og síðari kona Jóns sýslumanns var Bóel Jensdóttir húsfreyja á Oddsstöðum, f. um 1783, d. 22. maí 1855.

Þórður stundaði smíðar. Hann fórst 1835 með Sæmundi Sæmundarsyni í Sæmundarhjalli og Arngrími Hólm lausamanni.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.