Málfríður Eiríksdóttir (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. apríl 2015 kl. 15:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. apríl 2015 kl. 15:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Málfríður Eiríksdóttir frá Gjábakka fæddist 22. ágúst 1842 á Kirkjubæ og lést 29. febrúar 1912 Vestanhafs.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Hansson sjávarbóndi á Gjábakka, f. 3. ágúst 1815, drukknaði 26. febrúar 1869, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 1811, d. 14. október 1883.

Málfríður var með foreldrum sínum til fullorðinsára.
Hún var vinnukona í Ottahúsi eða (þ.e. öðru nafni) Jómsborg 1866, í húsmennsku með Guðna Guðmundssyni á Vilborgarstöðum 1967 og eignaðist Kristján þar með honum 1868.
Guðni drukknaði með föður hennar, tveim bræðrum og mági 1869. Í lok árs var hún með Kristján hjá móður sinni á Gjábakka. Þar voru þau 1870-1877. Hún var húskona með Kristján hjá sér í Kornhól 1878-1880, 1881 þar með Kristján og barnið Árna Rósinkrans á 1. ári, húskona í Garðsfjósi með drengina 1882, lausakona með drengina í Kornhól hjá Elísabetu systur sinni 1883-1886.
Kristján sonur hennar fór til Vesturheims 1886 og hún 1887 með Árna Rósinkrans.
Málfríður lést Vestanhafs 1912.

I. Sambýlismaður Málfríðar var Guðni Guðmundsson smiður, f. 7. nóvember 1830, drukknaði 26. febrúar 1869.
Barn þeirra var
1. Kristján Guðnason, f. 5. maí 1868, fór til Utah 1886 frá Kornhól.

II. Barnsfaðir hennar var Ólafur Magnússon, þá vinnumaður í Garðinum, formaður og hagyrðingur, f. 15. apríl 1845, d. 4. október 1927.
Barn þeirra var
2. Árni Rósinkranz Ólafsson, f. 30. apríl 1881. Hann fór til Vesturheims 1887.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.