Margrét Soffía Lísbet Vigfúsdóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. desember 2014 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. desember 2014 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Soffía Lísbet Vigfúsdóttir húsfreyja í Garðhúsum fæddist 23. október 1857 og lést 10. maí 1942.
Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, d. í apríl 1867, og fyrri kona hans Margrét Skúladóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1824, d. 16. október 1859.
Margrét Soffía var tökubarn í Stakkagerði 1860. Hún var fósturbarn þar 1870, vinnukona þar 1880. Húsfreyja var hún í Garðhúsum 1901, 1910 og 1920, síðar húsfreyja í Reykjavík.

Maður Margrétar Soffíu, (18. nóvember 1895), var Einar Jónsson frá Akurey í V-Landeyjum, fiskimatsmaður í Garðhúsum 1920, f. 2. júní 1867, d. 19. apríl 1950.
Börn þeirra hér:
1. Andvana fætt meybarn 11. júlí 1895.
2. Axel Theodór Einarsson listmálari, f. 16. nóvember 1896, d. 30. apríl 1974.


Heimildir