Margrét Soffía Lísbet Vigfúsdóttir (Hólshúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Soffía Lísbet Vigfúsdóttir húsfreyja í Garðhúsum fæddist 23. október 1857 og lést 10. maí 1942.
Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, d. í apríl 1867, og fyrri kona hans Margrét Skúladóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1824, d. 16. október 1859.
Margrét Soffía var tökubarn í Stakkagerði 1860. Hún var fósturbarn þar 1870, vinnukona þar 1880 og 1890.
Þau Einar voru lausafólk í Uppsölum 1894, giftu sig 1895 og bjuggu í Garðhúsum í lok ársins og síðan meðan þau bjuggu í Eyjum.
Þau fluttust til Reykjavíkur síðari hluta 3. áratugarins. Þar stundaði Einar verkamannasörf.
Soffía lést 1942, en Einar 1950.

Maður Margrétar Soffíu, (18. nóvember 1895), var Einar Jónsson frá Akurey í V-Landeyjum, fiskimatsmaður og útgerðarmaður í Garðhúsum 1920, f. 2. júní 1867, d. 19. apríl 1950.
Börn þeirra hér:
1. Andvana fætt meybarn 11. júlí 1895.
2. Axel Theodór Einarsson listmálari, f. 16. nóvember 1896, d. 30. apríl 1974.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.