Þórunn Þórarinsdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 18:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 18:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórunn Þórarinsdóttir (Oddsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Þórarinsdóttir húsfreyja í Bræðraborg í Reykjavík, síðar ekkja á Oddsstöðum, fæddist 24 febrúar 1851 og lést 9. febrúar 1893.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Richardsson Long (Þórarinn Longsson) bóndi á Núpi á Berufjarðarströnd, f. 10. október 1810, d. 29. ágúst 1880, og kona hans Lísibet Jónsdóttir húsfreyja frá Núpshjáleigu þar, f. 23. maí 1822, d. 9. september 1903.

Þórunn var systurdóttir Ásdísar Jónsdóttur í Stakkagerði.

Hún var með foreldrum sínum á Núpi í Berufirði í æsku, var vinnukona í Húsi í Reykjavík 1880, ekkja í Bræðraborg í Reykjavík 1890.
Hún fluttist að Oddsstöðum 1891 með 4 dætur sínar og lést 1893.

I. Maður hennar, (16. desember 1881), var Einar Sigurðsson frá Búastöðum, stýrimaður og skipstjóri í Reykjavík, f. 25. febrúar 1856, fórst með hákarla- og handfæraveiðiskipinu Reykjavík 31. mars 1889.
Börn þeirra hér:
1. Lísabet Þóra Einarsdóttir húsfreyja á Eskifirði, f. 19. október 1882, d. 13. október 1920.
2. Jóhanna Ásdís Einarsdóttir Peyto hjúkrunarfræðingur í Vancouver í Kanada , f. 24. október 1883, d. 25. desember 1972.
3. Sigríður Einarsdóttir, f. 1886.
4. Einarína Þórunn Einarsdóttir Petersen húsfreyja í Danmörku, f. 15. september 1889, d. 14. nóvember 1987.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.