Jón Jónsson prestur (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. mars 2015 kl. 19:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2015 kl. 19:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sr. Jón Jónsson''' prestur fæddist 1756 á Höfðabrekku í Mýrdal og lést 6. mars 1839 á Ofanleiti.<br> Foreldrar hans voru Jón Runólfsson yngsti, bóndi og lögréttu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sr. Jón Jónsson prestur fæddist 1756 á Höfðabrekku í Mýrdal og lést 6. mars 1839 á Ofanleiti.
Foreldrar hans voru Jón Runólfsson yngsti, bóndi og lögréttumaður á Höfðabrekku, f. 1718 á Höfðabrekku, d. 14. maí 1787 þar, og kona hans Guðrún Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 1717, d. 23. ágúst 1797 á Eystri-Lyngum í Meðallandi.

Jón var í undirbúningsnámi hjá sr. Jóni Steingrímssyni einn vetur 1771-1772, þá 2 vetur (1772-1774) hjá Vigfúsi Scheving stúdent að Hellum í Mýrdal.
Hann varð stúdent frá Skálholtsskóla 1779 og dvaldi síðan hjá foreldrum sínum á Höfðabrekku til 1784, en þá hóf hann búskap á Lyngum í Meðallandi, en sá búskapur gekk ekki vegna hallæris og sneri hann þá heim til foreldra sinna.
Jón fékk Meðallandsþing 1785, vígðist 25. september til að þjóna þar og bjó á Eystri-Lyngum.
Hann fékk Hof í Álftafirði eystra 1798, fluttist þangað 1799, fékk Keldnaþing á Rangárvöllum 1809, en tók því ekki, en fékk Kálfafell í Fljótshverfi 1810 og sat það prestakall til 1836. Þá fluttist hann fra Blómsturvöllum í Fljótshverfi, þar sem hann hafði búið, að Arnardrangi í Landbroti.
Hann fékk viðurnefnið „köggull“, líklega vegna vaxtarlags síns, og „notabene“ vegna orðkæks síns.
Sr. Jón fluttist til sr. Jóns Austmanns sonar síns að Ofanleiti og Þórdísar Magnúsdóttur húsfreyju 1837 og lést þar 6. mars 1839.

Kona sr. Jóns, (4. október 1781), var Guðný Jónsdóttir húsfreyja, f. 1757, d. 4. júlí 1839, dóttir sr. Jóns Steingrímssonar á Prestbakka.
Börn þeirra voru:
1. Þórunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1784, d. 24. mars 1863, kona Brynjólfs Eiríkssonar bónda í Hlíð í Lóni.
2. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Rannveigarstöðum í Álftafirði, f. 1785, d. 27. janúar 1837, kona Jóns Eyjólfssonar bónda.
3. Sr. Jón Austmann prestur að Ofanleiti, f. 13. mí 1787, d. 20. ágúst 1858, kvæntur Þórdísi Magnúsdóttur húsfreyju, f. 1788, d. 3. september 1859.
4. Páll Jónsson bóndi, síðast á Arnardrangi í Landbroti, f. 11. desember 1793, d. 7. maí 1874. Hann var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 1789. Önnur kona Páls var Halldóra Gísladóttir húsfreyja, f. 1812. Þriðja kona hans var Þórunn Þorláksdóttir húsfreyja, f. 1794.
5. Pálmi Jónsson trésmiður í Reykjavík, bóndi í Álftagróf í Mýrdal, f. 9. september 1798, d. 14. október 1876. Kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1788.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.