Þorbjörg Jónsdóttir (Raufarfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. febrúar 2015 kl. 15:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. febrúar 2015 kl. 15:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þorbjörg Jónsdóttir (Raufarfelli)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Raufarfelli u. Eyjafjöllum fæddist 1766 á Vilborgarstöðum og lést 23. desember 1857.
Foreldrar hennar voru Jón Natanaelsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1734, d. 1774, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1734, d. 7. september 1813.

Þorbjörg var húsfreyja á Raufarfelli 1801 með Ólafi Eiríkssyni og 5 börnum. Þar var einnig ekkjan móðir hennar.
Hún var húsfreyja á Fit u. Eyjafjöllum 1816 með 7 börnum sínum og Ólafi.
1835 voru þau bændur í Syðstu-Mörk þar með 3 fullorðnum börnum sínum, meðal þeirra var Engilbert með konu sinni Guðfinnu og syni þeirra Gísla eins árs, - síðar skáld og verslunarstjóri í Juliushaab.
1840 var Engilbert tekinn við búinu og hjónin Þorbjörg og Ólafur voru þar hjá þeim.
Þorbjörg léts 1857.

Maður Þorbjargar var Ólafur Eiríksson bóndi, f. 1766, d. 8. júní 1843.
Börn þeirra hér:
1. Jón Ólafsson bóndi í Aurgötu, Grund og Björnskoti u. Eyjafjöllum, f. 24. maí 1796, á lífi 1870.
2. Magnús Ólafsson bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, f. 18. apríl 1797, d. 2. mars 1879.
3. Þórunn Ólafsdóttir húsfreyja í Neðri-Dal og á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, 17. júlí 1798.
4. Natanael Ólafsson, f. 1800, d. 12. nóvember 1803.
5. Eiríkur Ólafsson, f. 1801, d. fyrir 1816.
6. Engilbert Ólafsson bóndi í Syðstu-Mörk, f. 28. febrúar 1806, d. 7. júní 1873.
7. Þorbjörg Ólafsdóttir húsfreyja á Bólstað og í Fagradal í Mýrdal, f. 29. maí 1807, d. 9. mars 1882.
8. Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Ytra-Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 15. október 1810, d. 24. júlí 1879.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættatölubækur Jóns Espólíns p.5631/985.