Ólafur Björnsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. mars 2014 kl. 18:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. mars 2014 kl. 18:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafur Björnsson (Kirkjubæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Björnsson vinnumaður á Kirkjubæ fæddist 26. febrúar 1808 í Þorlákshöfn og lést 26. febrúar 1848.
Foreldrar hans voru Björn Björnsson tómthúsmaður í Hjalli, f. 1776, d. 12. júní 1843 og Guðrún Vigfúsdóttir, síðar húsfreyja í Berjanesi undir Eyjafjöllum f. 1772, d. 31. desember 1840. <br

Ólafur var með móður sinni og fósturföður, Hróbjarti Björnssyni, í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1816.
Hann var með föður sínum og fósturmóður á Vilborgarstöðum 1822 og með þeim í Björnshjalli 1827, 1833 og 1834, niðursetningur hjá þeim þar 1835.
Ólafur var kvæntur vinnumaður á Kirkjubæ 1840, ekkill í Nöjsomhed 1845, og þar var einnig Guðmundur sonur hans.
. Hann lést 1848.

Kona Ólafs, (28. október 1832), var Ingveldur Guðmundsdóttir vinnukona, f. 11. október 1791, d. 30. júní 1841. Hún var systir Ólafs Guðmundssonar smiðs og bónda á Kirkjubæ, f. 17. janúar 1798, d. 14. júlí 1869, Margrétar Guðmundsdóttur eldri í Dölum, f. 1787, d. 14. nóvember 1848 og Guðrúnar Guðmundsdóttur í Steinshúsi.
Barn þeirra hér:
1. Guðmundur Ólafsson, f. 4. mars 1834, d. 26. desmber 1847. Hann var með móður sinni í Dölum 1835, 6 ára fósturbarn hjá Ragnhildi Ingimundardóttur á Búastöðum 1840, 11 ára niðursetningur í Nöjsomhed 1845, 13 ára niðurseningur á Gjábakka við andlát.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.