Guðmundur Jónsson (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2014 kl. 18:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2014 kl. 18:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðmundur Jónsson (Búastöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Jónsson bóndi á Búastöðum og tómthúsmaður í Elínarhúsi fæddist 1790.
(Guðmundur var einnig nefndur Guðrúnarson).

Guðmundur var á Búastöðum 1817 og enn 1821, en var tómthúsmaður í Elínarhúsi 1822.
Ekki verður vart við hann síðan.

Kona Guðmundar, (3. ágúst 1817), var Kristín Gísladóttir fyrri, húsfreyja, f. 20. júní 1798, d. 11. nóvember 1827.
Börn þeirra hér voru:
1. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 15. nóvember 1817, d. 21. nóvember 1817 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.
2. Sigurður Guðmundsson, f. 25. september 1818, d. 1. október 1818 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.
3. Andvana fætt piltbarn 2. desember 1819.
4. Andvana piltbarn fætt 24. maí 1821.
5. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 17. júní 1822, d. 11. janúar 1844.


Heimildir