Guðrún Guðmundsdóttir (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Guðmundsdóttir öryrki frá Búastöðum fæddist 17. júní 1822 og lést 11. janúar 1844.
Foreldrar hennar voru Kristín Gísladóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 20. júní 1798, d. 11. nóvember 1827, og Guðmundur Jónsson bóndi, f. 1790
Guðrún var blindur öryrki og niðursetningur. Hún var 12 ára „fátæklingur“ á Kirkjubæ 1835, fermdist frá Kirkjubæ 1836, „14 ára, blind“, var „fátæklingur“ í Presthúsum 1840, dó niðursetningur í Brandshúsi 1844.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.