Arnbjörg Vigfúsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. febrúar 2015 kl. 22:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2015 kl. 22:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Arnbjörg Vigfúsdóttir (Kirkjubæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Arnbjörg Vigfúsdóttir húsfreyja fæddist 1756 í Hemru í Skaftártungu.
Foreldrar hennar voru Vigfús Vigfússon bóndi í Hemru, f. 1722, og kona hans Vilborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1731.

Arnbjörg var bústýra á Skagnesi í Mýrdal 1784-1785, húsfreyja þar 1785-1786, á Hellum í Mýrdal líklega 1787-1789, á Ljótarstöðum um 1791-1792, á Snæbýli 1792 líklega til 1821, síðan hjá dóttur sinni þar til 1827, í Jórvík og í Hraunbæ um óvíst skeið.
Hún kom ekkja úr Skaftárhreppi að Kirkjubæ 1836 og var hjá Arnbjörgu dóttur sinni þar 1836, hjá Hallvarði syni sínum á Neðri-Þverá í Fljótshlíð 1840.

Maður Arnbjargar, (20. október 1785), var Hallvarður Halldórsson bóndi, f. 1735, látin fyrir brottför Arnbjargar 1836. Hún var síðari kona hans.
Börn þeirra voru
1. Arnbjörg Hallvarðsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1786, d. 26. febrúar 1837.
2. Vilborg Hallvarðsdóttir húsfreyja í Snæbýli í Skaftártungu og víðar, f. 1793, d. 11. október 1869. Maður hennar var Ólafur Ólafsson bóndi, f. 1791.
3. Vigfús Hallvarðsson, f. 1794, líklega d. fyrir 1816.
4. Hallvarður Hallvarðsson bóndi á Neðri-Þverá í Fljótshlíð, f. 1796, á lífi 1860. Kona hans, (skildu), var Halldóra Eiríksdóttir, f. 1800, d. 27. apríl 1870.


Heimildir