Jóhanna Jónsdóttir (Helgabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. nóvember 2014 kl. 21:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. nóvember 2014 kl. 21:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhanna Jónsdóttir (Helgabæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Helgabæ fæddist 24. júní 1833 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi og lést 7. mars 1864 í Helgabæ.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson bóndi víða, en síðast í Langholti í Meðallandi, f. 27. júní 1794 á Undirhrauni þar, d. 17. júlí 1843 í Langholti, og síðari kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 1789, líklega í Háu-Kotey í Meðallandi, d. 18. júlí 1876 í Langholti.

Jóhanna var með foreldrum sínum til 1858. Þau Halldór giftust 1857 og voru húsfólk þar 1858-1860.
Þau fluttust í Helgahjall í Eyjum með barnið Jóhann 1860, voru komin í Helgabæ síðla árs, - Jóhanna ól Gunnar á því ári.
Hún fæddi Guðrúnu 1861.
Jóhanna lést úr „guluveiki “ 1864. Börnunum var komið í fóstur austur í Meðallandi.

Maður Jóhönnu, (17. júlí 1857), var Halldór Jónsson tómthúsmaður, sjómaður, f. 14. desember 1832, fórst með þilskipinu Helgu í apríl 1867.
Börn þeirra hér:
1. Jóhann Halldórsson, f. 4. nóvember 1857 í Langholti í Meðallandi. Hann var með foreldrum sínum í Langholti 1860, fór með þeim til Eyja á því ári, fór 7 ára í Meðalland 1864, var tökubarn í Langholt þar 1864-1869, á sveit á Syðri-Steinsmýri 1869-1871. Þá fór hann að Helliskoti. Hann var vinnumaður á Minni-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd 1880.
2. Gunnar Halldórsson, f. 6. september 1860, d. 5. júlí 1861.
3. Guðrún Halldórsdóttir, f. 14. nóvember 1861, d. 26. júlí 1933. Hún var niðursetningur á Skurðbæ í Meðallandi 1865-1877, vinnukona á Grímsstöðum þar 1866-1877, í Skurðbæ 1867-1894, fór þá að Elliðavatni.


Heimildir