Ragnheiður Valtýsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. apríl 2014 kl. 22:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. apríl 2014 kl. 22:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ragnheiður Valtýsdóttir (Dölum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ragnheiður Valtýsdóttir frá Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, húskona í Kornhól, húsfreyja í Dölum og Kastala, fæddist 1799 og lést 3. janúar 1888.
Foreldrar hennar voru Valtýr Ófeigsson bóndi í Neðri-Dal, f. 17. febrúar 1773, og kona hans Kristbjörg Eiríksdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1777, d. 14. júní 1837.

Ragnheiður var í húsmennsku með Oddi í Kornhól 1826, húsfreyja í Haustmannshúsi 1827 og 1828, í tómthúsi í Dölum 1829 og 1830, húsfreyja bónda í Dölum 1829-1836 og var ekkja þar síðla árs 1836.
Hún var 41 árs húsfreyja í Kastala 1840 með Nikulási Þorsteinssyni 31 árs, skráð ekkja í Steinmóðshúsi 1845.
Ragnheiður var vinnukona í Stakkagerði 1860, niðursetningur á Miðhúsum 1870, Elínarhúsi 1880.
Hún lést 1888.

Ragnheiður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Oddur Jónsson bóndi í Dölum, f. í ágúst 1791, d. 10. október 1836.
Börn þeirra hér:
1. Filippus Oddsson, f. 7. maí 1826 í Kornhól, d. 12. mars 1826 úr ginklofa.
2. Jón Oddsson, f. 11. ágúst 1827 í Haustmannahúsi, 23. ágúst úr ginklofa.
3. Una Oddsdóttir, f. 2. janúar 1830 í Dölum, d. 7. janúar 1830 úr ginklofa.
4. Andvana stúlka, f. 29. október 1831 í Dölum.
5. Sveinn Oddsson, f. 13. desember 1832 í Dölum, d. 19. desember 1832 úr ginklofa.
6. Signý Oddsdóttir, f. 24. apríl 1834 í Dölum, d. 29. apríl 1834 úr ginklofa.
7. Magnús Oddsson, f. 14. apríl 1836 í Dölum, d. 24. apríl 1836 úr ginklofa.

II. Síðari maður Ragnheiðar, (26. október 1837), var Nikulás Þorsteinsson, þá í Dölum, síðar í Kastala, f. 27. janúar 1809 í Árbæ í Holtum. Hann var hálfbróðir, sammæddur, Sigríðar Nikulásdóttur konu Sigurðar Breiðfjörðs, síðar Otta Jónssonar í Beykishúsi, (Ottahúsi).
Nikulás mun hafa yfirgefið Ragnheiði, var vinnumaður og skráður ekkill í Snotru í A-Landeyjum 1845 og Ragnheiður var skráð ekkja í Steinmóðshúsi 1845.
Nikulás var skráður vinnumaður og ekkill á Skálmarbæjarseli í Álftaveri 1850. Hann lést í ágúst 1852, mun hafa drukknað.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970

-1973.