Þorgerður Árnadóttir (Oddsstöðum)
Þorgerður Árnadóttir húsfreyja á Oddsstöðum, síðar í Vesturheimi, fæddist 30. júní 1865.
Foreldrar hennar voru Árni Þórarinsson bóndi, f. 14. ágúst 1825 og lést 17. apríl 1917, og kona hans Steinunn Oddsdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1824, d. 12. febrúar 1906.
Systkini Þorgerðar í Eyjum voru:
1. Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen húsfreyja í Frydendal, f. 4. júní 1855, d. 30. ágúst 1930.
2. Sveinn Árnason Skaftfell, f. 6. október 1859. Hann fluttist til Vesturheims 1900.
3. María Árnadóttir, f. 8. maí 1861, d. 24. janúar 1878.
4. Oddur Árnason útvegsbóndi, f. 30. júní 1865, d. 3. maí 1896. Þorgerður og Oddur voru tvíburar.
5. Hálfbróðir Þorgerðar, (sammæddur), var Stefán Jóhannes Þorláksson, f. 30. október 1844.
Þorgerður var 5 ára niðursetningur á Hofi í Öræfum 1870.
Hún fluttist 8 ára til foreldra sinna að Oddsstöðum 1873 og fermdist með Oddi 1879. Hún var með foreldrum sínum á Oddsstöðum 1880 og 1890.
Hún fór að Skálanesi í Seyðisfirði 1895 ásamt Jóni Brandssyni.
Þau giftust þar 1896.
Þau voru í Seyðisfirði við fæðingu tveggja eldri barnanna, en komu þaðan 1900 með börnin Jóhann og Steinunni og voru á Oddsstöðum 1901 með þau og Sigurð Þórarin nýfæddan.
Þau fluttust til Vesturheims 1903 með börnin Jóhann og Steinunni og nýfæddan son, Jón, og stefndu á Utah. Sigurður Þórarinn, nefndur Sigurður Þór, fór frá Hallgeirsey 1903, sagður á leið til Vesturheims. Hann er ekki nefndur í Vesturfaraskrá.
Maður Þorgerðar, (17. ágúst 1896), var Jón Brandsson sjómaður, f. 26. febrúar 1866, d. 6. maí 1941.
Börn þeirra hér:
1. Jóhann Jónsson, f. 5. júlí 1896 á Skálanesi, fluttist til Vesturheims.
2. Steinunn Jónsdóttir, f. 20. október 1898, fluttist til Vesturheims.
3. Sigurður Þórarinn Jónsson, f. 30. júlí 1901. Hann var fluttur að Hallgeirsey í Landeyjum 1902 undir nafninu Sigurður Þór Jónsson. Hann var fluttur frá Hallgeirsey 1903, sagður fara til Vesturheims.
4. Jón Jónsson, f. 1903, fluttist til Vesturheims.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.