Árni Þórarinsson (bóndi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Árni Þórarinsson

Árni Þórarinsson bóndi á Oddsstöðum, fæddist 14. ágúst 1825 í Hofssókn í Öræfum og lézt 17. apríl 1917 í Eyjum.
Faðir hans var Þórarinn vinnumaður á Sandfelli í Öræfum 1801, bóndi í Hofskoti þar 1835, f. 1770, d. 27. febrúar 1840, Sveinsson, f. (1740), Illugasonar.
Móðir Sveins Illugasonar og barnsmóðir Illuga var Vilborg, f. (1706), Gissurardóttir bónda á Fagurhólsmýri, f. 1666, Nikulássonar, og konu Gissurar, Ljótunnar vinnukonu á Hnappavöllum 1703, f. 1675, Einarsdóttur bónda og smiðs í Skaftafelli í Öræfum Jónssonar.
Móðir Þórarins Sveinssonar er ókunn.

Móðir Árna á Oddsstöðum og kona Þórarins var Sigríður húsfreyja í Hofskoti, f. 1784, d. 15. maí 1851, Árnadóttir „sterka“ bónda í Hofsnesi, f. (1760), d. 1786, Árnasonar „eldri“, f. (1720), „góður skrifari, skáld og hagur“ (Esp. p.6579), Ásmundssonar, og konu Árna „eldri“, Margrétar húsfreyju á Svínafelli í Öræfum, f. 1724, Jónsdóttur.
Móðir Sigríðar húsfreyju í Hofskoti og kona Árna bónda Árnasonar var Þórunn húsfreyja á Hofsnesi, f. (1760), d. 1786 í „bólu“, Þorleifsdóttir bónda og lögréttumanns á Hofi í Öræfum, f. 1729, Sigurðssonar sýslumanns, m.a. í Eyjum, Stefánssonar. Sigurður sýslumaður var skráður sonur Stefáns nokkurs Þórarinssonar, en var almennt talinn sonur Ólafs sýslumanns Einarssonar. Hann ólst upp hjá bróður Ólafs sýslumanns, en hafi það verið rétt, þá var hann hálfbróðir föður konu sinnar, Þórunnar Jónsdóttur Ólafssonar.
Kona Þorleifs Sigurðssonar lögréttumanns og móðir Þórunnar var Sigríður „eldri“ húsfreyja, f. (1735), Jónsdóttir bónda og lögréttumanns í Selkoti u. Eyjafjöllum, Ísleifssonar.

Árni var hjá móður sinni að Hofi í Öræfum 1845, síðar bóndi þar, en bóndi á Kirkjubæ 1870, á Oddsstöðum 1880 og 1890. Hann var talinn húsbóndi og leigjandi á Oddsstöðum 1901 hjá Guðjóni Jónssyni, en 1910 var hann í Frydendal.

Kona Árna var Steinunn Oddsdóttir, f. 22. janúar 1824 í Stekkahjáleigu í Hamarsfirði, S-Múl.
Börn Árna og Steinunnar voru:
1. Oddur Árnason, f. 1851, d. 2. nóvember 1863.
2. Anna Sigríður, f. 4. júní 1855 í Geithellnasókn, S-Múl., d. 30. ágúst 1930. Hún var húsfreyja í Frydendal.
3. Þorgeir Árnason|Þorgeir, f. 1858 í Heydalasókn, S-Múl., vinnumaður á Hnappavöllum í Öræfum og Vattarnesi við Reyðarfjörð 1890.
4. Sveinn (Skaftfell), f. 5. október 1859 á Hofi í Öræfum. Hann var vinnumaður í Nýborg, lærði trésmíði og stundaði hana á Djúpavogi og á Fáskrúðsfirði, fór til Vesturheims 1900.
5. María Árnadóttir, f. 1861, d. 24. janúar 1878.
6. Þorgerður Árnadóttir, f. 30. júní 1865. Hún var húsfreyja á Oddsstöðum 1901, fór til Vesturheims 1903 með Jóni Brandssyni manni sínum og þrem börnum.
7. Oddur Árnason útgerðarmaður í Eyjum, f. 30. júní 1865, d. 8. ágúst 1898.


Heimildir

  • Upphaflega grein skrifaði Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Einar Jónsson. Ættir Austfirðinga. Reykjavík: Austfirðingafélagið í Reykjavík, 1953-1968.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
  • Ættartölubækur Jóns Espólíns.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.