Krókhús
Krókhús var tómthús nefnt í manntalinu 1835.
Þar bjuggu þá Helgi Jónsson, síðar bóndi í Draumbæ og Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja með barni sínu Bjarna Helgasyni.
Tveim árum fyrr fæddist þeim sonur í Gominorra (svo skrifað), sem á etv. að vera Gomorra, sbr. Sódóma og Gomóra.
Nöfn sumra tómthúsanna virðast hafa tekið stöðugum breytingum og nefnst eftir húsbændum hverju sinni. Eitt árið bjó Björn í Hjalli, en næst bjó hann í Björnshjalli. Svo er einnig um Einarshjall og fleiri tómthús.
Nafnið Tómthús er talsvert notað sem sérnafn hjá prestunum, en er þó líklega nafn almenns eðlis.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.