Brynhildur Jónsdóttir (Búastöðum)
Brynhildur Jónsdóttir húsfreyja á Búastöðum fæddist 1751 og lést 4. febrúar 1799 úr landfarsótt.
Maður hennar var Jón Árnason bóndi á Búastöðum, f. 1743, d. 21. ágúst 1804.
Börn þeirra hér:
1. Þorgerður Jónsdóttir, f. 22. febrúar 1787, á lífi 1801 á Búastöðum. Hún finnst ekki 1816.
2. Einar Jónsson, f. 1. apríl 1789, d. 5. apríl 1789 úr „landfarsótt“.
3. Magnús Jónsson, f. 26. ágúst 1791, d. 12. september 1791 „af brjóstveiki“.
4. Oddur Jónsson, f. í desember 1793, á lífi 1801, 9 ára fátæklingur í Nýjabæ. Hann finnst ekki 1816.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.