Anna Bjarnadóttir (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. júní 2014 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júní 2014 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anna Bjarnadóttir (Þorlaugargerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Anna Bjarnadóttir vinnukona fæddist 22. maí 1787 í Nýjabæ og lést 7. júní 1840.
Faðir hennar var Bjarni Jónsson bóndi í Nýjabæ, f. 1742, drukknaði 12. nóvember 1793.
Móðir hennar var Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 1753, d. 12. febrúar 1817.

Anna var vinnukona í Þorlaugargerði 1812-1813, á Oddsstöðum 1813 og 1816 og enn 1835.
Hún lést 1840, þá niðursetningur á Oddsstöðum.

I. Barnsfaðir hennar var Björn Björnsson á Oddsstöðum, síðar bóndi á Steinsstöðum, f. 16. mars 1789, d. 20. júní 1821.
Barn þeirra var
1. Þuríður Björnsdóttir, f. 1813 í Þorlaugargerði, d. 16. október 1837.

II. Barnsfaðir hennar var „Benedikt vinnumaður úr Austursveitum‟.
Barnið var
2. Guðrún Benediktsdóttir, f. 30. október 1826, d. 5. nóvember 1826.


Heimildir