Guðlaug Jónsdóttir (Ólafshúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. desember 2013 kl. 14:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. desember 2013 kl. 14:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Jónsdóttir Ömpuhjalli, húsfreyja á Búastöðum, Steinsstöðum, Vilborgarstöðum og í Ólafshúsum, fæddist 1754 og lést 16. febrúar 1836, 82 ára.
Guðlaug var í Ömpuhjalli við giftingu 1788, húsfreyja á Búastöðum 1788, Steinsstöðum 1790, Vilborgarstöðum 1795 og í Ólafshúsum 1798. Þar bjó hún 1801.
Hún var 81 árs niðursetningur á Vilborgarstöðum 1835.
Hún lést 1836, hafði eignast 8 börn, sem dóu öll á fyrsta árinu
Maður hennar, (6. desember 1788), var Guðmundur Jónsson bóndi, f. 1764, drukknaði 22. apríl 1815.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 22. nóvember 1786, d. 30. nóvember 1786.
2. Guðmundur Guðmundsson, f. 5. apríl 1789, d. 15. apríl 1789.
3. Signý Guðmundsdóttir, f. 31. desember 1790, d. 8. nóvember 1791.
4. Jórunn Guðmundsdóttir, f. 1. september 1792, d. 7. september 1792.
5. Jón Guðmundsson, f. 28. desember 1793, d. 2. janúar 1794.
6. Guðný Guðmundsdóttir, f. 31. júlí 1795, d. 6. ágúst 1795.
7. Guðmundur Guðmundsson, f. 29. maí 1798, d. 6. júní 1798.
8. Jón Guðmundsson, f. 3. nóvember 1800, d. 9. nóvember 1800.


Heimildir