Guðmundur Jónsson (Ólafshúsum)
Guðmundur Jónsson bóndi, hreppstjóri á Búastöðum, Steinsstöðum, Vilborgarstöðum og í Ólafshúsum fæddist 1764 og drukknaði 22. apríl 1815.
Guðmundur var bóndi á Búastöðum 1788, á Steinsstöðum 1790, á Vilborgarstöðum 1795 og í Ólafshúsum 1801.
I. Kona, (6. desember 1788), Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja frá Ömpuhjalli, f. 1754, d. 16. febrúar 1836.
Börn þeirra hér:
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 5. apríl 1789, d. 15. apríl 1789 úr ginklofa.
2. Signý Guðmundsdóttir, f. 31. desember 1790, d. 8. nóvember 1791 úr ginklofa.
3. Jórunn Guðmundsdóttir, f. 1. september 1792, d. 7. september 1792 úr ginklofa.
4. Jón Guðmundsson, f. 28. desember 1793, d. 2. janúar 1794 úr ginklofa.
5. Guðný Guðmundsdóttir, f. 31. júlí 1795, d. 6. ágúst 1795 úr ginklofa.
6. Guðmundur Guðmundsson, f. 29. maí 1798, d. 6. júní 1798 úr ginklofa.
7. Jón Guðmundsson, f. 3. nóvember 1800, d. 9. nóvember 1800 úr ginklofa.
II. Látnum var Guðmundi kennt barn Sigríðar Oddsdóttur á Vilborgarstöðum.
8. Andvana fætt barn 21. júní 1815.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.