Gísli Ólafsson (Gíslahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. mars 2014 kl. 15:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. mars 2014 kl. 15:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Gísli Ólafsson''' bóndi í Ormskoti u. Eyjafjöllum, síðar tómthúsmaður á Gjábakka og í Gíslahjalli fæddist 1754 og lést 15. júní ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Ólafsson bóndi í Ormskoti u. Eyjafjöllum, síðar tómthúsmaður á Gjábakka og í Gíslahjalli fæddist 1754 og lést 15. júní 1829.

Þau Gísli og Þorbjörg bjuggu í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum 1792 og am.k. til 1795, í Ormskoti 1801. Þau voru komin að Gjábakka 1812 með börnin Ólaf 20 ára og Kristínu 16 ára.
Við húsvitjun 1814 voru þau þar með Magnúsi 20 ára og Kristínu 18 ára, en Ólafur var þar ekki.
Gísli var tómthúsmaður í Gíslahjalli 1821-1825. Hann var kominn til Magnúsar í Gvendarhús 1826 og þar lést hann 1829.

Kona Gísla var Þorbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1760, d. 20. október 1830.
Börn þeirra hér:
1. Ólafur Gíslason, f. 9. október 1792 í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum. Hann var með foreldrum sínum á Gjábakka 1812.
2. Magnús Gíslason bóndi í Gvendarhúsi, f. 15. ágúst 1795 í Ysta-Skála, drukknaði 5. mars 1834 í Þurfalingsslysinu.
3. Kristín Gísladóttir, f. 6. október 1796, varð úti 26. mars 1836.
4. Sigríður Gísladóttir, f. 9. febrúar 1798 í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, d. 26. febrúar 1798 .


Heimildir