Þorbjörg Ólafsdóttir (Gíslahjalli)
Þorbjörg Ólafsdóttir húsfreyja í Ormskoti u. Eyjafjöllum, síðar í
Gíslahjalli í Eyjum, fæddist líklega 1760 í Mýrdal og lést 20. október 1830.
Faðir hennar mun hafa verið Ólafur Erlendsson bóndi á Steig í Mýrdal, f. 1728, d. fyrir 1809, og ókunn kona hans, f. 1727.
Þorbjörg var líklega sú, sem var hjá foreldrum sínum á Steig 1762. Hún var húsfreyja í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum 1792, í Mið-Skála þar 1798 og í Ormskoti þar 1801.
Þau Gísli voru á Vesturhúsum við fæðingu Sesselju 1801, tómthúsfólk á Gjábakka 1812 með börnin Ólaf 20 ára og Kristínu 16 ára.
Við húsvitjun 1814 voru þau þar með Magnúsi 20 ára og Kristínu 18 ára, en Ólafur var þar ekki.
Þorbjörg var húsfreyja í tómthúsinu Gíslahjalli 1821-1825 og þar var Kristín hjá þeim.
Hún lést í Gvendarhúsi hjá Magnúsi og Þuríði 20. október 1830.
Maður Þorbjargar var Gísli Ólafsson bóndi u. Eyjafjöllum og síðar tómthúsmaður í Gíslahjalli, f. 1754, d. 15. júní 1829.
Börn þeirra hér:
1. Ingveldur Gísladóttir húsfreyja á Skíðbakka í A-Landeyjum, síðar á Kirkjubæ, f. 1. apríl 1791, d. 12. apríl 1821.
2. Ólafur Gíslason, f. 9. október 1792 í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum. Hann var með foreldrum sínum á Gjábakka 1812.
3. Magnús Gíslason bóndi í Gvendarhúsi, f. 15. ágúst 1795 í Ysta-Skála, drukknaði 5. mars 1834 í Þurfalingsslysinu.
4. Kristín Gísladóttir, f. 6. október 1796, varð úti 26. mars 1836.
5. Sigríður Gísladóttir, f. 9. febrúar 1798 í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, d. 26. febrúar 1798.
6. Ragnhildur Gísladóttir, f. 24. júlí 1799 í Ysta-Skála, d. 12. mars 1806 úr brjóstveiki.
7. Sesselja Gísladóttir, f. 26. september 1801, d. 8. október 1801 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnar Ólafsson. Þorsteinn Johnson 1938-1939.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.