Guðrún Eyvindsdóttir (Brekkuhúsi)
Guðrún Eyvindsdóttir frá Brekkuhúsi, húsfreyja í Móakoti í Garðahverfi í Gullbringusýslu, fæddist 11. nóvember 1815 og lést 2. apríl 1888.
Foreldrar hennar voru Eyvindur Jónsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 1787, d. 7. apríl 1849, og kona hans Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, skírð 15. apríl 1776, d. 11. apríl 1868.
Guðrún var nýfædd í Brekkuhúsi hjá foreldrum sínum 1815 og var þar 1816. Hún var ekki með þeim þar 1820.
Hún var vinnukona á Húsatóftum í Grindavík 1835, gift húsfreyja í Móakoti í Garðasókn í Gullbr.s. 1840 með Eyjólfi og börnunum Þóreyju 3 ára, Guðmundi 2 ára, Valgerði 1 árs og tökubarninu Guðrúnu Jónsdóttur 10 ára.
Börnin voru með þeim 1845 í Móakoti. 1850 hafði Margrét 1 árs bæst í hópinn. 1855 höfðu Eyjólfur 5 ára og Jón 1 árs bæst við.
Eyjólfur maður Guðrúnar lést 1858 og 1860 var Guðrún ekkja og „lifir af sjó“ í Móakoti. Hjá henni voru börnin nema Jón. Hann hafði dáið 1856.
1870 var Guðrún hjá dóttur sinni Valgerði húsfreyju á Háteigi í Garðasókn, en hún var gift Teiti Hanssyni bónda. Þar var einnig Þórey dóttir hennar ógift 32 ára. og 1880 var Guðrún hjá Eyjólfi syni sínum á Hvaleyri í Garðasókn.
Hún lést 1888.
Maður Guðrúnar var Eyjólfur Hinriksson bóndi, af Ásgarðsætt í Grímsnesi, f. 11. nóvember 1811, d. 22. júlí 1858.
Börn þeirra hér
1. Þórey Eyjólfsdóttir, f. 1837, d. 21. janúar 1888. Hún var til heimilis hjá Guðmundi bróður sínum í Hlíð 1880.
2. Guðmundur Eyjólfsson bóndi og hreppstjóri í Hlíð í Garðahreppi, f. 28. október 1839, d. 18. maí 1930, kvæntur Ingunni Magnúsdóttur húsfreyju, f. 1839, d. 1903.
3. Valgerður Eyjólfsdóttir húsfreyja á Háteigi og síðar í Reykjavík, f. 27. febrúar 1840, d. 7. júní 1935, gift Teiti Hanssyni (Þorgrímssyni) bónda, f. 1838, d. 1917.
4. Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja í Garðhúsum, f. 20. maí 1849, d. 8. febrúar 1938, gift Steingrími Guðmundssyni sjómanni, f. 1737, d. 1895.
5. Eyjólfur Eyjólfsson sjómaður á Hvaleyri, bóndi á Hausastöðum, f. 9. október 1851, d. 29. október 1922, kvæntur Helgu Einarsdóttur húsfreyju, f. 1853, d. 1882. Smbýliskona hans var síðar Þorgerður Halldórsdóttir bústýra, f. 1850, d. 1935 .
6. Jón Eyjólfsson, f. f. 15. maí 1855, d. 23. júní 1856.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.