Emerentíana Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)
Emerentíana Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, fæddist 1799 og lést 3. ágúst 1843.
Faðir hennar var Jón Sveinsson bóndi í Bollakoti í Fljótshlíð 1801, í öðru hjónabandi sínu, f. 1747.
Móðir hennar var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Bollakoti 1801, f. 1765, d. 9. janúar 1812.
Emerentíana var með foreldrum sínum í Bollakoti í Fljótshlíð 1801, niðursetningur þar 1816.
Hún var húsfreyja í Steinshúsi í Eyjum 1835, á Vilborgarstöðum 1840. Hjá þeim Jóni var Kristín Björnsdóttir 15 ára fósturbarn þá. Hún var fædd 8. júní 1825, d. 7. febrúar 1860. Kristín var síðar húsfreyja í Smiðjunni, kona Guðmundar Eiríkssonar, en þau voru foreldrar Guðlaugar Guðmundsdóttur húsfreyju á Kirkjubæ, konu Magnúsar Eyjólfssonar.
Maður Emerentíönu var Jón Sigurðsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1802, d. 13. febrúar 1852.
Hann átti síðar Sigríði Eiríksdóttur og þau voru foreldrar Vigdísar Jónsdóttur húsfreyju á Vilborgarstöðum.
Barn Emerentíönu og Jóns var
1. Sigurður Jónsson, f. 14. nóvember 1838, d. 21. nóvember 1838.
Fósturbarn þeirra var
2. Kristín Björnsdóttir, síðar húsfreyja í Smiðjunni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.