Herborg Helgadóttir (Vilborgarstöðum)
Herborg Helgadóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 1762 og lést 18. nóvember 1828 í Krossókn í Landeyjum, líklega í Stóru-Hildisey hjá Þórdísi dóttur sinni.
Foreldrar hennar voru Helgi (ókunnur a.ö.l.) og Guðríður Sveinsdóttir, f. 1733, d. 19. apríl 1808. Hún var hjá Herborgu á Vilborgarstöðum 1801, 68 ára. Ætt hennar er ókunn.
Herborg var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (31. júlí 1789), var Guðbrandur Þorsteinsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1768, d. 13. maí 1797 úr holdsveiki.
Börn þeirra hér:
1. Helgi, f. 9. apríl 1790, d. 19. apríl 1790.
2. Þórdís, f. 5. apríl 1791, d. 13. apríl 1791.
3. Helgi, f. 5. desember 1792, d. 19. desember 1792.
4. Sigurður, f. 5. maí 1794, d. 9. maí 1794.
II. Síðari maður Herborgar, (trúlofun 30. október 1797), var Magnús Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1771, d. 2. ágúst 1846.
Börn þeirra hér:
5. Jón Magnússon, f. 18. febrúar 1798, d. 28. febrúar 1798.
6. Jón Magnússon, f. 14. desember 1801, d. 21. desember 1801.
7. Þórdís Magnúsdóttir, skírð 21. ágúst 1800, d. 29. nóvember 1855. Þórdís á fjölda afkomenda í Eyjum og víðar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.