Guðbrandur Þorsteinsson (Vilborgarstöðum)
Fara í flakk
Fara í leit
Guðbrandur Þorsteinsson bóndi á Vilborgarstöðum, fæddist 1768 og lést 13. maí 1797 úr holdsveiki.
Kona hans, (31. júlí 1789), var Herborg Helgadóttir húsfreyja, f. 1762, d. 18. nóvember 1828.
Börn þeirra hér:
1. Helgi, f. 9. apríl 1790, d. 19. apríl 1790 „af ginklofa“.
2. Þórdís, f. 5. apríl 1791, d. 13. apríl 1791 „af ginklofa“.
3. Helgi, f. 5. desember 1792, d. 19. desember 1792 „af ginklofa“.
4. Sigurður, f. 5. maí 1794, d. 9. maí 1794 „af ginklofa“.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.