Herborg Helgadóttir (Vilborgarstöðum)
Herborg Helgadóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 1762 og lést 18. nóvember 1828 í Krossókn í Landeyjum, líklega í Stóru-Hildisey hjá Þórdísi dóttur sinni.
Foreldrar hennar voru Helgi (ókunnur a.ö.l.) og Guðríður Sveinsdóttir, f. 1733, d. 19. apríl 1808. Hún var hjá Herborgu á Vilborgarstöðum 1801, 68 ára. Ætt hennar er ókunn.
Herborg var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (31. júlí 1789), var Guðbrandur Þorsteinsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1768, d. 13. maí 1797 úr holdsveiki.
Börn þeirra hér:
1. Helgi, f. 1790, d. 1790.
2. Þórdís, f. 1791, d. 1791.
3. Helgi, f. 1792, d. 1792.
4. Sigurður, f. 1794, d. 1794.
II. Síðari maður Herborgar var Magnús Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1771, d. 2. ágúst 1846.
Barn þeirra hér:
5. Þórdís Magnúsdóttir, skírð 21. ágúst 1800, d. 29. nóvember 1855. Þórdís á fjölda afkomenda í Eyjum og víðar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.