Ritverk Árna Árnasonar/Örnefni í Elliðaey og veiðistaðir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. september 2013 kl. 17:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. september 2013 kl. 17:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: <br> <br> <br> <center>Úr fórum Árna Árnasonar</center> <br> <big><big><center> Örnefni í Elliðaey og veiðistaðir </center></big></big> <br> '''Austurhafnarflá:''' Uppganga...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Örnefni í Elliðaey og veiðistaðir


Austurhafnarflá: Uppgangan á eyna.
Austurhamar: Norðaustan á eynni upp af Austururð. Tveir veiðistaðir, nyrðri og syðri.
Austurhafnarsteðji: Þar er farið upp.
Austurhafnarflúð: Norðan við Norðurbúr í Austurhöfn.
Austurhlein: Lág Blágrýtiseyja rétt við Austurhafnarflá.
Austurhöfn: Í henni er farið upp í eyna í vestanáttum.
Austururð: Neðan við Austurhamar. Þar eru settir upp bátar.
Blábringur: Blágrýtisgangur neðst í Ófeigshausum.
Bríkin: Lundaveiðistaður í Siggaflesi.
Bunki: Á miðri eynni. Gamalt eldvarp, dálítið aflangt frá norðri til suðurs með tveim grasigrónum gígum, er kallast Búnkalágir. Gígbarmana ber hærra en landið í kring og verða svo á Bunka tvær hæðir, þar sem gígarnir eru. Er nyrðri hæðin nefnd Stóri-Búnki en hin syðri Litli-Búnki.
Bunkakrókur eða Krókur: Þar var tjaldstæði heysláttumanna.
Búrin: Allháir áfastir klettar við eyna að austan, á milli Austurhafnar og Vatnsurðar.
Búraflá: Á milli Búra.
Búrakrókur: Á milli Búra.
Búralón: Í Réttarurð.
Búrbrekka: Vestan í Syðri-Búrum.
Búrflái: Vestan í Norður-Búrum.
Elliðaeyjartangar: Þar sem eyjan skagar lengst til suðurs niður af Landsuðursnefi.
Flái: Fyrir neðan Kerlingu. 3 lundaveiðistaðir í NA-átt, nefið, SA- og vestanátt.
Flánef: Skammt frá Kerlingu.
Flúð: Sama og Austurhafnarflúð.
Fýlabekkur: Niður af Guðlaugsskúta í Nálinni.
Fýlabekkur: Í Háubælum.
Fýlagýpur: Vestan í Lauphöfðum.
Gil: Á milli Skoru og Kerlingarhauss í suðurbrún. Lundastaður í vestan átt.
Guðlaugsskúti: Í Nálinni á milli Hrúts og Pálsnefs.
Gýpur: Norðan í Lauphausum.
Hafnarurð: Fyrir botni Vesturhafnar.
Hausajaðar: Fyrir sunnan Hausa. Lundaveiðistaður í vestanátt.
Hábarð: Hæsti tindur Eyjarinnar og nyrsti. Hæð 145 metrar.
Hábarðsbrekka: Sunnan í Hábarði. Grösug lundabyggð.
Hábarðshryggur: Á milli Hábarðsbrekku og Siggafless.
Háubæli: Á suðvesturhlið eyjarinnar. Mjög hátt fuglabjarg og erfið sig til svartfugla, sbr. gömlu vísuna: ,,Hörð eru sig í Háubæli“ etc.
Háubælabrekka: Austan í Háubælum. Grösug lundabyggð.
Háubælaflár: Niður við sjó.
Háubælajaðar: Stuttur grösugur tangi nyrst í Háubælum við Lauphausa.
Hesteyra: Sennilega Búrin. Fornt miðaheiti.
Heybólsbæli: Kennt við Heyból á eynni.
Helgagöngur: Uppganga af sjó hátt upp í bergið.
Heyból: Tveir smáskútar upp af Pálsnefi. Þar var geymt hey fyrrum.
Heysteinn: Efri og fremri Heysteinn norðan við Vestururð.
Hlein: Sbr. áður, Austurhafnarhlein og síðar Vesturhafnarhlein.
Hleinarsund: Á milli Austurhleinar og Austurflár.
Hrafnajaðar: Sunnan við Austurhöfn. Lundaveiðistaður. Hamar áfastur Austurhamri.
Hrútur: Allstór klettur í Nálinni, ofan við Guðlaugsskúta.
Hryggsteinn: Norðan við Heystein í Vestururð.
Hurð: Hvilft neðst í Háubælum. Hurð og Hurðarnef hafa verið haldin eyktarmörk í Eyjum. Var talið hádegi, er sól skein í alla hurð, en kl. 11 er sól skein fyrst á Hurðarnef, sem er vestast á Hurð.
Hurðarnef: Sbr. Hurð.
Höfn: Við eyna að vestan, sbr. Vesturhöfn.
Höskuldarhellir: Smáhellir í grasinu austur af Nautarétt. Þar átti Guðrún Höskuldsdóttir að hafa borið út barn sitt, er hún var við heyskap í eynni. Sagt var, að útburðurinn gerði lunda og sláttumönnum stundum ónæði undir vond veður.
Höskuldarklakkur: Boði fyrir austan eyna.
Jaðar: Brúnin fyrir ofan Nálarhausinn upp að Hábarði.
Jónsnef: Suðurnefið á Háubælum. Þar veiddi Jón Pétursson fyrstur lunda. Staðurinn nefndur eftir honum.
Jónsskora: Niður af Flá. Svartfuglabæli.
Kjóarof: Rof SA á Stórabúnka. Þar veiddi Óskar Kárason kjóa og bjó til veiðistað.
Kekkir: Sbr. Siggafleskekkir.
Kerling: Stórgrýtisbjörg, sem mynda vörðu, og er hún að lögun til eins og kona. Ekki er talið, að varða þessi sé gerð af mannahöndum. Kerlingin stendur rétt frammi við brún, þar sem hún er hæst, milli Gils og Fláa.
Kerlingarbæli: Í berginu austan og niður undan Kerlingu.
Kerlingarhaus: Stór grjóthöfði, grösugur að ofan upp að brún austan við Kerlingu.
Kerlingarhóll: Vestan við Tanga.
Krókur: Sbr. Bunkakrókur.
Körtusteinn: Í Vestururð. Var áður lent við hann, svo sem Heystein og Hryggstein.
Landssuðursnef: Syðsti tangi Eyjarinnar. Á því eru þrír ágætir lundaveiðistaðir. Nefið eru tveir staðir, sem má veiða í, bæði í NA- og SA-átt, með því að snúa sér og færa sig um set.
„Bringurinn“, og er hann veiðistaður í NA-átt.
Landsuðurskór: Svartfuglabæli á milli Skoru og Landsuðursnefs. Á bælið er allmikið loftsig.
Langihryggur: Fyrir ofan Réttarhamar. Í honum miðjum er lundaveiðistaður, þegar fuglinn flýgur suður.
Langilærvaður: Vestur af Kirkjuhausum.
Lauphausaból: Á milli Háubæla og Lauphausa.
Lauphausafles: Fyrir neðan Lauphausa. Bólið á milli Háubæla og Lauphausa.
Lauphausabólsbrekka: Móti suðri yfir Lauphausabóli.
Lauphausabringur: Í Lauphausum.
Lauphausar: Á milli Háubæla og Suðurhamars. Lauphausar eru stór grasbringur, sem hallar mikið niður að NV-brúninni. Á Lauphausum eru 3 lundaveiðistaðir. Tveir í V- og NV-átt, efri og neðri staður, sá þriðji er í bringnum móti NV, veiðiátt þar NV-átt.
Lauphausabrekka: Austan við bringinn.
Lauphellar: Sennilega niðri í berginu.
Lauphöfðaból: Sbr. Lauphausaból.
Lauphöfðar: Sbr. Lauphausar.
Lauphöfuð: Sennilega sama og Lauphausar eða Laufhöfðar.
Látrasker: Í NA af Hábarði.
Látur: sama og Látrasker.
Litli-Búnki: Vestan við Stórabunka. Það er trú manna, veiðimanna, að ef lundi sitji þétt á Litla-Búnka, muni veiðast jafn margar kippur og lundarnir eru margir eða að heildar dagveiðin fari eftir því.
Loftbæli: Svartfuglabæli í Háubælum.
Lundaflöt: Hún er austan við veiðikofann gamla. Þar er lundinn, sem veiddur er, látinn og þar er honum skipt og hann kippaður.
Lundakór: Í miðri Austurhafnarflá niðri við sjó. Þaðan er lundakippunum kastað á bát.
Miðstampur: Sbr. Stampar.
Moldi: Hamar fyrir vestan Kerlingu.
Moldabæli: Í Moldahamri.
Moldahamar: Fyrir vestan Kerlingu.
Moldaflöt: Á henni er lundaveiðistaður í sunnanátt.
Nautaflá: Austan við Lundakór. Þar voru nautin tekin upp í eyna, þegar þeim var beitt í eyna til forna.
Nautarétt: Fyrir sunnan veiðimannakofann gamla. Nautin réttuð þar og mýld, áður en þau voru flutt úr eynni.
Nautafláarpyttur: Djúpur pyttur í Nautaflá.
Nál: Milli Pálsnefs og Hábarðs. Þetta er hryggur, vaxin grasi að sunnan, en standberg að norðan.
Nálarhryggur: Sbr. Nál.
Nálarhaus: Austurendi Nálar, þar sem Jaðar byrjar. Í Nálhaus er lundaveiðistaður í NA-átt. Fyrir norðan Nálarhaus er efri staðurinn, og fyrir vestan efri staðinn er Neðristaður. Hvorttveggja góðir veiðistaðir í vestanátt. Fundnir af Gísla Lárussyni, Stakkagerði.
Nálarbrekka: Mót suðri; grösug lundabyggð.
Nálarbæli: Í Nál.
Norðursvelti: Norðan við Nál.
Norðurflatir: Milli Búnka og Hábarðs.
Norðurslægjur: Í Norðurflötum.
Nálarbringur: Lundaveiðistaður í S- og N-átt.
Norður-Búr: Austast og syðst við Austurhöfn. Þverhnípt mót austri, en brattur flái niður að Réttarurð að vestan.
Norðurbúraflái: Vestan í Norður-Búrum.
Nýja-rétt: Fyrir ofan skarðið, þegar kemur upp á eyna að austan. Fjárréttin í Réttarurð var lögð niður sumarið 1912/13. Það var Kári bóndi í Presthúsum Sigurðsson, sem hlóð og sá um byggingu Nýju-réttar.
Ófeigshausar: Milli Suðurhamars og Vesturhamars, upp af Vestururð. Líka nefndir
Hausar. Þangað gengu menn, veiðimenn, áður en Nýjaból var byggt til þess að sjá vel heim til Eyja.
Ófeigshausajaðar: Sunnan við Ófeigshaus. Lundaveiðistaður í V-átt.
Ófeigshausabringur: Vestur við Ófeigshausajaðar. Lundaveiðistaður í V-átt.
Ólafsrof: Það er í byggðinni fyrir ofan Austurhamar. Kennt við Ólaf Magnússon í Nýborg. Hann kvað svo:

„Upp úr miðju moldarrofi
maðurinn arkaði.
Sá mjög teygði úr sínu klofi,
svo hann slarkaði.“

Mið-Stampar: Miðaheiti.
Pálsnef: Suðurendi Nálarinnar. Ofan af Pálsnefi er fugli gefið niður á bát. Í nefinu er einnig lundaveiðistaður í NV-átt.
Pálsnefshellir: Sjóhellir sunnan í nefinu.
Pálsnefssteðji: Sbr. Vestursteðji.
Rauðhamar: Hamarinn niður af Ófeigshaus.
Réttarhamar: Upp af Réttarurð.
Réttarurð: Milli Norðurbúra og Réttarhamars. Þar var gamla fjárréttin.
Sauðagata: (Hér vantar skýringu).
Siggafles: Brekka austan í Hábarði.
Siggafleskekkir: Fýlabyggð austan Siggafless.
Siggaflesjaðar: Bjargbrúnin á Sigga-Flesi; neðst í honum er lundaveiðistaður, sem nefndist: Undir Jaðrinum. Veitt þar bæði í vestan- og sunnanátt.
Siggafleskekkjabæli: Í Siggaflesbekkjum.
Skarð: Milli Búra og Landahryggs.
Skápar: Í Nautarétt.
Skora: Besti lundaveiðistaður í eynni; veiðiátt austanátt. Er vestan Landsuðursnefs.
Slægja: Sbr. Norðurflatir.
Smalaurð: Neðan við Molda.
Smali: Sker út af Smalaurð.
Smalaurðarnef: Yfir Smalaurð.
Stampar: Austast á norðurhlið eyjarinnar. Tindótt graslaus öxl, sem er áföst Nautaflá.
Stampasteðji: Þar er farið upp á eyna í hafátt. Þar er stundum fært, þótt ófært sé við austursteðjann.
Stampabæli: Í Stömpum.
Stampahellir: Við sjó norðan Stampa.
Steðjahamar: Aðaluppgangan á eyna. Vestan við Nautaflá.
Steðji: Aðaluppganga á eyna í Vestururð.
Steinarnir: Í Nálinni.
Stóra-Kerlingarbæli: Niður af Kerlingu.
Stóri-Bunki: Sbr. áður.
Strákakór: Nyrst í Siggafleskekkjum. Stór hellisgapi, sem sigið er í af Siggaflesbekk. Vont sig. Loft alla leið og hæpið að ná sér inn, því að um rið er ekki að tala. Þar voru strákarnir látnir reyna sig. „Þar var ég drifinn niður sem strákur. Náði þar sex fýlum. Ekki mun strákur hafa verið sendur þar niður síðan.“
Suðurbrún: Á milli Landsuðursnefs og Fláa.
Suður-Búr: Hár klettur austan við Langahrygg, sem hallar inn að eynni. Þar eru tveir lundaveiðistaðir: Efri og Neðri-Búrastaður.
Suðurbúratangi: Syðsti oddi eyjarinnar.
Suðurflatir: Slétt grasflöt vestan við Kirkjuhausa.
Suðurflataslægja: Í Suðurflötum. Þar heyjuðu Prestshúsabændur fyrrum.
Suðurflataheyból: Milli Háubúra og Lauphausa.
Suðurgöngurnar: Niðurundan Suðurflataheybóli.
Suðurhamar: Austan við syðstu uppgöngu á eyna.
Suðurhamarsflöt: Grasflöt upp á Suðurhamri.
Suðursteðji: Syðst í Vestururð.
Suðursvelti: Í Nálinni niður af Hrútnum.
Suðurvegur: Á milli Suðurhamars og Lauphausa að norðan. Þar er hægt að komast upp á eyna.
Svelti: Sbr. Suðursvelti.
Syðri-Búr: Sbr. Suður-Búr.
Tangar: Sbr. Elliðaeyjartangi.
Tangaflár: Upp af Töngum.
Uglur: Miðaheiti á Búrunum.
Vatnshellir: Í grasinu skammt fyrir ofan Austurhamar. Þar má oft fá ágætt vatn til drykkjar.
Vatnsurð: Á milli Suður-Búra og Landsuðursnefs.
Vatnsurðarflúð: Út af Vatnsurð.
Vatnsurðarhamar: Upp af Vatnsurð.
Vatnsskurðarskarð: Vegurinn niður í Vatnsurð, á milli Suður Búra og Vatnshamars. Lundaveiðistaður í sunnanátt.
Vatnsurðartangi: Sbr. Suður-Búratangi.
Vesturbúr: Sbr. Suður-Búr.
Vestururð: Sbr. Höfnin.
Vesturhamar: Nyrst í Vestururð. Sbr. Norðurhamar.
Vesturhamarsflöt: Upp á Vesturhamri.
Vesturhamarsbekkur: Grasbekkur niður í Vesturhamar.
Vestursteðji: Niður af Pálsnefi. Aðaluppganga á eyna.
Vesturbrekka: Sunnan við Norðurhamar.
Þríhamrar: Þrír steinar í Nálinni. Sbr. Þríhamradjúp.
Þúfan: Hæst á Hábarði.

Eflaust eru enn mörg örnefni í Elliðaey, sem ekki er nú kunnugt um af öllum þorra manna. Mun þessvegna verða bætt við þetta, eftir því sem upplýsast kann.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit